Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. apríl 2018

Veðrið í Mars 2018.

Það gerði alhvíta jörð aftur 23 mars.
Það gerði alhvíta jörð aftur 23 mars.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hafáttum sem voru ríkjandi fram til 12. Eftir það voru austlægar eða breytilegar vindáttir og hægviðri. Veður fór hlýnandi frá og með 14 og veður var góðviðrasamt og snjó tók mikið til upp fram til 22. Enn þann 23 gerði skammvinna norðaustanátt eða norðan, með snjókomu og gerði alhvíta jörð aftur. Eftir það voru hægar suðlægar vindáttir fram til 27,með úrkomulausu veðri og hita yfir frostmarki á daginn. Þann 28 gekk í skammvinna hvassa austanátt, með úrkomulausuveðri. Síðustu þrjá daga mánaðarins voru hægar hafáttir með kólnandi veðri.

Mánuðurinn verður að teljast góðviðrasamur að mestu og mjög úrkomulítill.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 38,7 mm. (í mars 2017: 49,5 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 14.

Mestur hiti mældist þann 18: +8,0 stig.

Minnstur hiti mældist þann 13: -5,5 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +1,1 stig. (Í mars 2017: +0,7 stig.)

Meðalhiti við jörð var -1,6 stig. (í mars 2017:-2,58 stig.)

Alhvít jörð var í 13 daga.

Flekkótt jörð var í 18 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 6. 16 cm.

Sjóveður: Að mestu sæmilegt sjóveður, það er dálítill sjór eða sjólítið. Slæmt í sjóinn dagana 4,5,6,10,11,23,24 og 28, það er talsverður sjór eða allmikill sjór.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-12: Mest Norðaustan, NNA eða A, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, en allhvass þann 11, síðan gola eða kul, él, snjókoma, þurrt í veðri 9, 10 og 12. hiti -4 til 2 stig.

13-18: Auslægar eða breytilegar vindáttir, andvari, kul eða gola, slydda,rigning, súld, þoka, þurrt í veðri 13, 16 og 18. hiti -6 til 8 stig.

19-20: Suðvestan, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, skúrir, rigning, en þurrt þ.19. hiti 3 til 8 stig.

21-22: Breytilegar vindáttir, logn, kul, enn S kaldi um tíma þ.21. þoka, súld, rigning, hiti 2 til 6 stig.

23: Norðaustan og N, NV, allhvass, stinningskaldi, stinningsgola, gola, slydda, snjókoma, hiti 3 og niður í -2 stig.

24: Suðvestan gola, stinningsgola, kul, þurrt í veðri, hiti -2 til 2,5 stig.

25-27: Suðaustan kul eða gola, þurrt í veðri, hiti -2 til 5 stig.

28: Austan, ANA, stinningskaldi, allhvass, úrkomulaust, hiti 2 til 4 stig.

29: Norðvestan kul, þokumóða, þurrt í veðri, hiti 1 til 5 stig.

30-31: Norðaustan, kul eða gola, skúrir, él, þurrt í veðri þ. 31. hiti -1 til 4 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. mars 2018

Veðrið í Febrúar 2018.

Fallegt veður var á sunnudagsmorguninn 18 febrúar.
Fallegt veður var á sunnudagsmorguninn 18 febrúar.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði fljótlega með látum. Þann 2 og 4 var sunnan og suðvestan rok eða jafnvel ofsaveður í jafnavind, með hlýindum báða dagana um tíma. Snjó tók mikið til upp og svell hurfu mikið til. Suðvestan eða vestanáttir voru svo ríkjandi áfram með éljum og frosti fram til 9. Þann 10 gerði norðan hvell með mikilli snjókomu. Síðan héldu umhleypingar áfram, með frosti eða hita. Þann 15 og 16 hlánaði svolítið, og einnig þann 19. Síðan var allgóður hiti frá 23 og fram á síðasta dag mánaðar, en kólnaði mikið um kvöldið þann 28. Snjó tók mikið til upp, þannig að jörð á láglendi var talin lítilsáttar flekkótt síðustu tvo daga mánaðarins.

Vindur fór í 40 m/s í kviðum um hádegið í sunnan rokinu þann 2. Og í 45 m/s í SV rokinu þann 4.

Tjón: Bátur fauk uppúr bátavagni í ofsaveðrinu þann 4. á Norðurfirði, og einnig brotnaði rúða í Kaffi Norðurfirði. Þann 24 á laugardegi, í suðvestan hvassviðri fuku upp hurðir á flatgryfju á Finnbogastöðum, eða gáfu eftir í veðurofsanum, og lögðust inn, enn mjög kviðótt var þar.

Mánuðurinn verður að teljast mjög umhleypingasamur og vindasamur mánuður í heild.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 100,4 mm. (í febrúar 2017: 76,3 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 0 dag.

Þurrir dagar voru 5.

Mestur hiti mældist þann 24. +10,2 stig.

Minnstur hiti mældist þann 13. -6,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +1,6 stig. (í febrúar 2017: +2,7 stig.)

Meðalhiti við jörð var -2,22 stig. ( í febrúar 2017: -0,09 stig.)

Alhvít jörð var í 12 daga.

Flekkótt jörð var í 16 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 11. 45 cm.

Sjóveður: Rysjótt.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Norðaustan og A kaldi, stinningsgola, gola, snjóél, snjókoma, hiti -1 til -4 stig.

2: Sunnan eða SSV, stormur, síðan allhvasst, rigning, skúrir, hiti 2 til 9 stig.

3: Suðvestan kaldi, stinningskaldi, allhvasst, él, hiti 1 til 3 stig.

4: Ofsaveður í fyrstu, síðan stormur, skúrir, rigning, hiti 2 til 9 stig.

5-9: Suðvestan eða S, allhvass, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, skafrenningur, snjóél, snjókoma, úrkomulaust þann 6 og 8. Hiti 2 til -6 stig.

10: Norðan, NNA, NNV, gola, stinningsgola, allhvass, hvassviðri, mikil snjókoma, hiti 0 til -3 stig.

11-12: Suðvestan, allhvasst, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, skafrenningur, él, hiti -0 til -6 stig.

13-15: Norðaustan eða A, kaldi, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, en allhvasst eða hvassviðri þann 14, snjókoma, él, rigning, hiti -7 til 4 stig.

16: Suðvestan allhvasst, stinningskaldi, stinningsgola, smá él, hiti 0 til 3 stig.

17-18: Suðlægar eða breytilegar vindáttir, andvari eða kul, þurrt í veðri, hiti 2 til -5 stig.

Um kvöldið þann 18 var austnorðaustankaldi fram á morgun þann 19, með snjókomu, slyddu og rigningu.

19: Austan kaldi í fyrstu síðan sunnan stinningskaldi, allhvass, skúrir, hiti 8 og niður í -1 stig.

20: Suðvestan allhvass, stinningskaldi, stinningsgola, slyddu eða snjóél, hiti 0 til 4 stig.

21: Austan, SA, kaldi, allhvass, síðan SV, allhvass eða hvassviðri, kaldi, snjókoma, slydda, rigning, hiti -2 til 7 stig.

22: Suðaustangola, síðan SV eða S, allhvass eða hvassviðri, snjóél, hiti -1 til 3 stig.

23-24: Austan og síðan suðlægar vindáttir, stormur um tíma þann 23 og hvassviðri þann 24, annars allhvass eða stinningskaldi, snjókoma, slydda, rigning, hiti 1 til 10 stig.

25-27: Suðlægar vindáttir, SA, S, SSV, gola, stinningsgola, allhvasst, slydda, rigning, skúrir, en þurrt í veðri þann 26. hiti 1 til 10 stig.

28: Suðvestan stinningskaldi í fyrstu, síðan norðan gola eða stinningsgola, súld, hiti 1 til 9 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. febrúar 2018

Veðrið í Janúar 2018.

Borgarísjaki sást í byrjun mánaðar.
Borgarísjaki sást í byrjun mánaðar.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Hægviðrasamt var fyrstu fjóra daga mánaðar og úrkomulítið en nokkurt frost. Þann 5 gekk í norðaustan eða austanátt með éljum eða snjókomu og miklum skafrenning og nokkru frosti. Frá 8 fór veður hlýnandi með suðlægum vindáttum, og tók snjó mikið upp fram til og með 13. En nokkuð svellað. Suðvestan hvassviðri var með stormkviðum og dimmum éljum þann 14. Þann 15 er komin norðvestan með snjókomu, og voru norðlægar vindáttir með snjókomu eða éljum fram til 25. Eftir það voru hægar suðlægar vindáttir með úrkomulitlu veðri, eða úrkomulausu. Síðasta dag mánaðar voru norðlægar vindáttir með éljum.

Annan janúar sást borgarísjaki 3 KM NA af Reykjaneshyrnu. Og var tilkynnt um jakann á hafísdeild Veðurstofunnar.

Vindur náði 34 m/s í kviðum í suðvestan hvassviðrinu þann 14., sem er meir en 12 vindstig gömul.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 72,3 mm. (í janúar 2017: 67,8 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 10.

Mestur hiti mældist þann 10 og 12 +8 stig.

Minnstur hiti mældist þann 19 -5,2 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +0,4 stig. ( í janúar 2017: + 0,5 stig.)

Meðalhiti við jörð var – 3,01 stig. (í janúar 2017: -2,58. stig.)

Alhvít jörð var í 27 daga.

Flekkótt jörð var í 4 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 8. 40 cm.

Sjóveður: Nokkuð rysjótt.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Breytileg vindátt kul, snjókoma frá hádegi, hiti -4 til 0 stig.

2: Austan gola, stinningsgola, þurrt í veðri en skafrenningur, hiti 2 til – 1 stig.

3-4: Suðaustan eða A, kul, gola,stinningsgola, þurrt í veðri, hiti 1 til -5 stig.

5-7: Norðaustan eða A, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, skafrenningur, él, snjókoma, hiti -5 til 2 stig.

8-14: Suðlægar vindáttir, SV, S, SA, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, en hvassviðri með stormkviðum þann 14., snjókoma, rigning, skúrir, él, þurrt í veðri þ.10. hiti 8 til -4 stig.

15-25: Mest hafáttir, NV, N, NA, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst eða hvassviðri þann 23. Snjókoma, él, þurrt í veðri 18 og 25. Hiti 3,5 til -5 stig.

26-29: Suðlægar vindáttir SV, S, SA, kul, gola, stinningsgola, snjókoma um kvöldið þann 26 síðan þurrt í veðri, hiti -4 til 4 stig.

30: Austan kul, gola, stinningsgola, kaldi, þurrt í veðri, hiti -4 til 1 stig.

31: Norðaustan síðan norðan, stinningskaldi, kaldi, snjóél, hiti 2 til -2 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. janúar 2018

Úrkoma árið 2017.

Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Úrkomumælir í Litlu-Ávík.

Heildar úrkoma fyrir veðurstöðina í Litlu-Ávík á Ströndum fyrir árið 2017, reiknuð út af Veðurstofu Íslands og tekin hér úr Gagnabrunni Veðurstofunnar. En úrkoman er þessi eftir mánuðum og innan sviga er úrkoman frá árinu 2016:

Janúar 61,1 mm. (45,1). Febrúar 78,4 mm. (104,2). Mars 49,2 mm. (59,7). Apríl 166,7 mm. (23,5). Maí 127,0 mm. (71,2). Júní 62,5 mm. (38,8). Júlí 49,7 mm. (112,4). Ágúst 47,1 mm. (42,8).September 116,5 mm. (172,0). Október 61,2 mm. (66,9). Nóvember 72,6 mm. (90,0). Desember 62,4 mm. (116,7).

Samtals úrkoma var því á liðnu ári 2017. 954,4 mm, enn árið 2016. 943,3 mm. Það er mjög sjaldgæft að úrkoma fari yfir þúsund mm. á ársgrundvelli, en hefur skeð.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. janúar 2018

Meðalhiti árið 2017.

Hitamælar.
Hitamælar.

Meðalhiti á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fyrir árið 2017 eftir mánuðum. Meðalhitinn er reiknaður út af Veðurstofu Íslands og eru tölurnar úr Gagnabrunni Veðurstofu Íslands. Innan sviga er meðalhitinn frá 2016.:

Janúar: +0,5 stig.(+0,1). Febrúar +2,7 stig.(-0,3.) Mars +0,7 stig.(+1,7.) Apríl +1,5 stig.(+2,9.) (Maí + 5,7 stig. (+5,5.) Júní +6,6 stig.(+8,6.). Júlí +9,4 stig.(+7,7.) Ágúst +9,0 stig.(+9,3.) September +8,6 stig. (+7,7.) Október +6,1.stig.(+7,8.) Nóvember +0,7 stig.(+3,7.) Desember -0,2 stig.(+3,0.)

Eins og sjá má á þessu hitayfirliti var meðalhitinn góður á liðnu ári. Það er ekki fyrr en í nóvember og desember sem er mjög kalt. Eina mínus talan er fyrir desember rétt fyrir neðan núllið.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. janúar 2018

Veðrið í Desember 2017.

Séð til Norðurfjarðar.
Séð til Norðurfjarðar.
1 af 3

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með suðvestanáttum og hlýju veðri fyrstu tvo dagana, en síðan breytilegar vindáttir, og veður fór kólnandi. Frá 5 til 7 var norðaustan eða norðan og allhvass með éljum. Frá 8 og til og með 12 var hægviðrasamt mest í suðlægum vindáttum, og hlýnaði svolítið þann 12. Þann 13 til 15 voru austlægar og eða NA, vindáttir. En frá 16 og fram til 22 voru suðlægar vindáttir oft hvassar en ofsaveðri um tíma fyrir og eftir miðnætti 22 og 23. Þann 23 gekk svo í norðaustan með hvassviðri og snjókomu og síðan éljum, og talsverðu frosti, er stóð til 27. En þann 28 var komin hæg austanátt sem var til 30. Síðasta dag mánaðar var norðan kaldi í fyrstu og síðan vestan gola.

Mjög lítil úrkoma var fram í miðjan mánuð, síðan var úrkomusamara. Mánuðurinn var mjög kaldur.

Vindur náði 74 hnútum eða 38 m/s fyrir og eftir miðnætti 22 og 23 í suðvestan roki í kviðum.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 61,4 mm. (í desember 2016: 115,2mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 11.

Mestur hiti mældist þann 1. +9,1 stig.

Minnstur hiti mældist þann 30. -8,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var -0,2 stig. ( í desember 2016: +3,0 stig.)

Meðalhiti við jörð var -3,65 stig. (í desember 2016: -0,36. stig.)

Alhvít jörð var í 18 daga.

Flekkótt jörð var í 5 daga.

Auð jörð var því í 8 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 30. 29 cm.

Sjóveður: Mjög rysjótt sjóveður í heild.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-3: Suðvestan allhvass, stinningskaldi, stinningsgola, kul, litilsáttar skúrir þ.1. enn þurrt í veðri 2 og 3. hiti 9 niður í -2 stig.

4: Breytilegar vindáttir andvari eða kul, snjó eða slydduél, hiti -1 til 4 stig.

5-7: Norðaustan eða N, allhvass, stinningskaldi, kaldi, snjóél, en þurrt. Þ.7. hiti -7 til 2 stig.

8-12: Suðlægar eða breytilegar vindáttir, andvari, kul eða gola, þurrt í veðri, en rigning þann 12. hiti -8 til 3 stig.

13-15: Austan eða NA, allhvasst, stinningskaldi, stinningsgola, gola, rigningarvottur þ.13. annars þurrt, hiti 4 niður í -3 stig.

16-22: Suðlægar vindáttir, SA, S, SV, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, hvassviðri, enn    

ofsaveður var um tíma frá um 23:00 þann 22 og fram til 02:00 þann 23. snjókoma, rigning, él, hiti -5 til 8 stig.

23-27: Norðaustan eða N, hvassviðri, allhvasst, stinningskaldi, kaldi, snjókoma, él, hiti 1 til -6 stig.

28-30: Austan gola eða stinningsgola, þurrt í veðri þ.28 og 30. enn snjókoma um tíma þ.29. hiti -1 til -9 stig.

31: Norðan kaldi, stinningsgola, í fyrstu síðan V gola, él um morguninn, hiti 1 til -4 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. desember 2017

Veðrið í Nóvember 2017.

Svona skóf snjó að bílskúrsdyrum í Norðurfirði í norðanbylnum í mánuðinum. Eins og pússað þunnu lagi efst upp á hurð. Mynd Þórólfur Guðfinnsson.
Svona skóf snjó að bílskúrsdyrum í Norðurfirði í norðanbylnum í mánuðinum. Eins og pússað þunnu lagi efst upp á hurð. Mynd Þórólfur Guðfinnsson.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með umhleypingum og var umhleypingasamt í mánuðinum, en hægviðri á milli og góðir dagar, með hita yfir frostmarki í fyrstu en yfirleitt með frosti, en talsverð sveifla í hitastigi. Þann 20 gekk í ákveðna norðanátt eða norðaustanátt með hvassviðri eða stormi og snjókomu eða éljum, sem gekk síðan niður eftir hádegið þann 25. Síðan var hægviðri í þrjá daga. En síðustu tvo daga mánaðarins var suðvestan og SV hvassviðri þann 30. með hlýju veðri, og tók þennan litla snjó upp sem var, enn nokkuð svellað. Mánuðurinn var mun kaldari en nóvember 2016 í fyrra.

Jörð varð fyrst talin flekkótt þann 3. Og alhvít jörð var talin fyrst á veðurstöðinni þann 18.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 72 mm. (í nóvember 2016: 92,0 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 10.

Mestur hiti mældist þann 30. +9,1 stig.

Minnstur hiti mældist þann 26. -5,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +0,7 stig. ( í nóvember 2016: +3,7 stig.)

Meðalhiti við jörð var -3,32 stig. (í nóvember 2016: +0,52 stig.)

Alhvít jörð var í 12 daga.

Flekkótt jörð var í 16 daga.

Auð jörð var því í 2 daga.

Mesta snjódýpt mældist 16 cm þann 28.

Sjóveður: Mjög rysjótt oftast slæmt, en sæmilegt dagana 13 til 19 og síðustu þrjá daga mánaðar.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Norðaustan kaldi, stinningsgola, í fyrstu síðan SV gola, þurrt í veðri, hiti -1 til 2 stig.

2: Suðvestan hvassviðri, allhvasst, kaldi, stinningsgola, rigning, skúrir, hiti 1 til 8 stig.

3-4: Norðan eða NNA kaldi eða stinningskaldi, slydda, snjókoma, él, hiti -1 til 2 stig.

5: Austan gola, síðan stinningsgola, snjókoma, slydda, rigning um kvöldið og fram á nótt, hiti -2 til 3 stig.

6-7: Sunnan, stinningsgola, kaldi, gola, kul, síðan V stinningsgola, gola, él, hiti -1 til 3 stig.

8: Norðaustan stinningsgola, stinningskaldi, allhvasst, él, hiti 1 til 3 stig.

9-12: Suðlægar eða breytilegar vindáttir, kul, gola, stinningsgola, þurrt í veðri 9 og 10, annars litilsáttar él eða snjókoma, hiti -4 til 2 stig.

13-16: Suðvestan, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi,skúrir, él, snjókoma, en þurrt í veðri þann 16.hiti -1 til 5 stig.

17-18: Vestan, SV, eða breytilegar vindáttir, gola, stinningsgola, stinningskaldi, síðan kul, snjóél, en þurrt í veðri þann 18. hiti 2 til -6 stig.

19: Austan, kaldi, stinningskaldi, snjóél, haglél, hiti -1 til 2 stig.

20-25: Norðan eða NA allhvass, hvassviðri, stormur, en V gola síðdegis þ.25. snjókoma, slydda, él, frostrigning, hiti 3 til -4 stig.

26-28: Auslægar eða breytilegar vindáttir, stinningsgola, gola, kul,snjóél þ.27, annars þurrt í veðri, hiti -6 til 2 stig.

29-30: Suðvestan stinningsgola, allhvasst, hvassviðri, þurrt í veðri þ.29. en skúrarvottur þ.30. hiti 2 til 9 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. nóvember 2017

Veðrið í Október 2017.

Gjögurvatn- Reykjaneshyrna að austanverðu. 19-10-2017.
Gjögurvatn- Reykjaneshyrna að austanverðu. 19-10-2017.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði á rólegu nótunum, mest hafáttir til fjórða. Þá gerði suðlægar vindáttir frá 5 til 10, með hægviðri og úrkomu á köflum og hlýju veðri. Þann 11 til 13 voru norðlægar vindáttir með allhvössum vindi og eða hvassviðri með rigningu, og svalara veðri. Frá 14 til 21 voru mest hægar suðlægar vindáttir, með mest hlýju veðri, miðað við árstíma. Frá 22 til 25 voru norðlægar vindáttir með súld eða rigningu og svalara veðri. Þá gerði suðvestanátt í tvo daga, þar sem vindur náði stormstyrk þann 26. Þann 28 var skammvinn norðlæg vindátt með kaldara veðri en úrkomulausu. Síðustu þrjá daga mánaðar voru suðlægar vindáttir með hlýju veðri. En um kvöldið þann 31 var komin norðan með rigningu og snarkólnandi veðri.

Fyrsti snjór í fjöllum sást að morgni þann 14.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 61,7 mm.(í október 2016: 66,7 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 12.

Mestur hiti mældist þann 8. +11,7 stig.

Minnstur hiti mældist dagana 17 og 29. 0,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +6,1 stig. ( í október 2016: 7,8 stig.)

Meðalhiti við jörð var +2,94 stig. (í október 2016: + 3,90 stig.)

Sjóveður: Vont eða slæmt sjóveður dagana 4,11,12,13,14,15,24,25. Þessa daga var talsverður, allmikill eða mikill sjór. Annars sæmilegt eða gott sjóveður.

Yfirlit dagar eða vikur:

1: Breytilegar vindáttir, andvari eða kul, lítilsáttar súld, hiti 6 til 10 stig.

2-4: Norðlægar vindáttir, gola, stinningsgola, kaldi, súld, eða rigning, hiti 3 til 9 stig.

5-10: Suðlægar vindáttir, kul, gola, stinningsgola, skúrir rigning, þurrt í veðri,6,8 og 10, hiti 2 til 12 stig.

11-13: Norðlægar vindáttir, stinningsgola, stinningskaldi, allhvass, hvassviðri, rigning,súld, hiti 4 til 8 stig.

14-21: Suðlægar vindáttir eða breytilegar, andvari, kul, gola, stinningsgola, rigning, en þurrt í veðri 15,16,17,18 og 21.,hiti 0 til10 stig.

22-25: Norðaustan eða norðan, kul, gola, stinningsgola eða kaldi, súld eða rigning, hiti 4 til 9 stig.

26-27: Suðvestan stinningsgola, kaldi, allhvass, hvassviðri, stormur, þurrt í veðri þ. 26. enn rigning þ.27. hiti 3 til 11 stig.

28: Norðan eða NA gola, stinningsgola, þurrt í veðri, hiti 3 til 8 stig.

29-31: Suðvestan, hvassviðri, allhvass, kaldi, síðan Norðan stinningskaldi um kvöldið þann 31. þurrt í veðri 29 og 30 en rigning um kvöldið þann 31. hiti frá 11 niður í 0 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. október 2017

Veðrið í September 2017.

Borgarísjakar sáust í mánuðinum.
Borgarísjakar sáust í mánuðinum.
1 af 3

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu tvo dagana var suðlæg vindátt með hlýindum, síðan voru norðlægar vindáttir með kólnandi veðri, og var fremur kalt fram til 14. þegar snérist í suðlægar vindáttir aftur með hlýindum fram til og með 17. Þá gerði hæga norðlæga vindátt þann 18 með kólnandi veðri. Síðan var skammvinn suðaustanátt þann 19 með hlýrra veðri aftur í bili. Þá gekk í norðaustan þann 20 með mikilli rigningu fram á dag. Síðan voru mest hægar suðlægar vindáttir yfirleitt með úrkomu. Og síðustu þrjá daga mánaðarins voru norðlægar vindáttir með vætu. Mánuðurinn verður að teljast óvenju hlýr.

Tveir borgarísjakar sáust frá veðurstöðinni útaf Reykjaneshyrnu, sá fyrri þann 21. Sá jaki lenti í straumi suður og austur í Húnaflóa. Seinni jakinn sást fyrst frá skipi 25 en þá var jakinn austur af Óðinsboða í Húnaflóa. Jakinn sást svo frá Litlu-Ávík daginn eftir, útaf Nestanga, og var þar og færðist nær landi eftir því hvað hann bráðnaði og brotnaði. Sá jaki var á svipuðum slóðum út mánuðinn og var að brotna niður.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 116,6 mm. (í september 2016: 170,2 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 7.

Mestur hiti mældist 17,0 stig þann 16.

Minnstur hiti mældist 2,0 stig þann 14.

Meðalhiti mánaðarins var +8,6 stig. ( í september 2016: +7,7 stig.)

Meðalhiti við jörð var +5,75 stig. (í september 2016: +4,37. stig.)

Sjóveður: Oftast sæmilegt eða gott, en frekar slæmt í sjóinn dagana 4,5,10, 20 og 21.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2: Suðvestan allhvass, stinningskaldi, kaldi, þurrt í veðri þ.1. en rigning þ.2. hiti 11 til 17 stig.

3: Breytileg vindátt andvari eða kul, rigning, skúrir, hiti 9 til 15 stig.

4-13: Norðlægar vindáttir, N, NA, NV, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, súld, rigning, þurrt í veðri þ.11. hiti 4 til 10 stig.

14-17: Suðvestan eða S, kul, gola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, þurrt í veðri 15,16 og 17, lítilsáttar skúrir þann 16. hiti 2 til 17 stig.

18:Norðaustan og síðan breytileg vindátt, kul, andvari, rigning, hiti 9 til 15 stig.

19: Suðaustan kul eða gola, rigning, súld, hiti 8 til 13 stig.

20: Norðaustan, stinningsgola, kaldi eða stinningskaldi, mikil rigning, hiti 6 til 8 stig.

21-23:Suðaustan eða breytilegar vindáttir, andvari, gola, stinningsgola, þurrt í veðri þ. 21. annars rigning, hiti 4 til 11 stig.

24: Suðaustan gola í fyrstu síðan SSV allhvass, rigning, skúrir, hiti 6 til 13 stig.

25-27: Suðlægar eða breytilegar vindáttir, gola, kul eða andvari, þurrt í veðri þ.25. annars rigning, hiti 5 til 15 stig.

28-30: Norðlægar vindáttir, stinningsgola, gola, rigning, súld, hiti 3 til 9 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. september 2017

Veðrið í Ágúst 2017.

Drangajökull-Hrolleifsborg. Oft var fallegt veður í ágúst.
Drangajökull-Hrolleifsborg. Oft var fallegt veður í ágúst.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með hægum hafáttum, fyrstu sjö dagana, með lítilsáttar súld með köflum. Þann 8 gerði skammvinna suðlæga vindátt. Síðan voru hægar norðlægar vindáttir aftur eða breytilegar vindáttir, með lítilsáttar úrkomu á köflum. Þann 17 fór að bæta í vind með norðanátt áfram og fór að kólna í veðri með talsverðri rigningu þann 18. Norðanáttin gekk svo niður þann 19. Þann 20 fór að hlýna vel í veðri aftur, enn svalara á nóttinni, með breytilegum vindáttum eða suðlægum og var blíðviðri fram til 27. Þann 28 gekk til norðlægra vindátta með súld og kólnandi í veðri fram til 29. Síðan voru suðlægar vindáttir tvo síðustu daga mánaðar með hlýju veðri. Mánuðurinn verður að teljast mjög góðviðrasaman í heild.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 47,1 mm. (í ágúst 2016: 44,6 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 5 daga.

Þurrir dagar voru 14.

Mestur hiti mældist +15,0 stig þann 21.

Minnstur hiti mældist +3,5 stig þann 20.

Meðalhiti mánaðarins var +9,0 stig. (í ágúst 2016: 9,3 stig.)

Meðalhiti við jörð var +5,35 stig. (í ágúst 2016: 5,99 stig.)

Sjóveður: Mjög gott mest allan mánuðinn nema 18 og 19.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-7: Norðan, NA, eða breytilegar vindáttir, andvari, kul eða gola, súld, þurrt í veðri 2, 3, 4 og 5. hiti 7 til 11 stig.

8: Suðlæg vindátt, SA, SSV, kul, stinningsgola, rigning, hiti 6 til 10 stig.

9 -16: Norðlægar vindáttir eða breytilegar, andvari, kul, gola,stinningsgola, súld, þokuloft, skúrir, þurrt í veðri þann 12,14 og 15, hiti 4 til 13 stig.

17-19:Norðan stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, gola, súld, rigning, þurrt í veðri þann 19. hiti 6 til 9 stig.

20: Breytileg vindátt, andvari eða kul, þurrt í veðri, hiti 4 til 10 stig.

21-27: Suðlægar eða breytilegar vindáttir, andvari, kul, gola, stinningsgola, þurrt í veðri 21,22,23 og 24, rigning eða súld 25, 26 og 27, hiti 4 til 15 stig.

28-29: Norðan gola, stinningsgola, kul, súld, hiti 7 til 11 stig.

30-31: Suðvestan gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, þurrt í veðri þ.30. en úrkomuvottur þ.31. hiti 5 til 14 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2025 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Júlíana Lind Guðlaugsdóttir í flotgalla í Norðurfjarðarhöfn.Mynd 20-12-2013.
  • Og Hilmar á fullu,,,
  • Björn og Gunnsteinn.
  • Elísa Ösp Valgeirsdóttir skólastjóri frá 2010 til 2016.
  • Hrafn og Úlfar glaðbeittir á svip.08-11-08.
Vefumsjón