Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. september 2008

Yfirlit yfir veðrið í ágúst 2008.

Bærin Drangar á Ströndum.12-08-2008.
Bærin Drangar á Ströndum.12-08-2008.

Veðrið í Ágúst 2008..

 

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var að mestu hægviðrasamur og úrkomulítið fram til 25 og yfir heildina mildur.

Talsvert var um þokuloft fram til 11.

Þeyr bændur sem áttu eftir fyrrislátt kláruðu hann í byrjun mánaðar,nokkrir bændur slógu seinnislátt(HÁ),og gerðu það uppúr miðjum mánuði.

 

Yfirlit dagar eða vikur.

1-12:Hafáttir NV til NA átta,kul,gola eða stinníngsgola,þokuloft,súld með köflum,hiti 6 til 11 stig.

13:Breytileg vindátt,kul,þurrt í veðri,hiti 5 til 13 stig.

14-15:Suðvestan stinníngsgola upp í allhvassan vind,smá skúrir,hiti 9 til 15 stig.

16-18:Sunnan og síðan suðaustan,stinníngsgola,smá skúrir eða rigning,þurrt þann 17,hiti 9 til 16 stig.

19:Norðan kul eða gola,þurrt,hiti 9 til 11 stig.

20-23:Breytileg vindátt eða suðlægar,gola upp í stinníngsgolu,rigning eða skúrir með köflum,þurrt þann 20,hiti 5 til 17 stig.

24:Breytileg vindátt,gola,hiti 6 til 12 stig.

25:Norðan stinníngsgola upp í kalda,súld og síðan talsverð rigning,hiti 8 til 10 stig.

26-27:Suðlæg vindátt síðan breytileg,stinníngsgola í fyrstu síðan kul,rigning fyrri dagin,hiti 5 til 12 stig.

28:Norðaustan gola hvessti um kvöldið,smá súld,hiti 9 til 11 stig.

29:Norðaustan og ANA hvassviðri eða stormur fram á dag,síðan Suðaustan stinníngsgola,rigning,skúrir,hiti 9 til 12 stig.

30:Breytileg vindátt gola,smá skúrir,hiti 9 til 14 stig.

31:Logn í fyrstu síðan Norðvestan gola,með þokulofti og smá súldarvotti,hiti 5 til 10 stig.

 

Úrkoman mældist 52,4 mm.(Í ágúst 2007=72,3 mm).

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti var þann 23 þá 16,6 stig.

Minnstur hiti var þann 20 þá 4,6 stig.
Meðalhiti mánaðarins var: +9,9 stig.

Meðalhiti við jörð var:5,59 stig.(Í ágúst 2007=5,79 stig).

Sjóveður:Mjög gott sjóveður til 24,enn frá 25 og út mánuðinn slæmt í sjóin.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 3. ágúst 2008

Yfirlit yfir veðrið í júlí 2008.

Frá heyskap á Melum 08-07-2008.
Frá heyskap á Melum 08-07-2008.

Veðrið í júlí 2008.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Sláttur hófst hjá bændum 6 og heyskapur byrjaður að fullu eftir fyrstu helgi mánaðarins.Heyskapur gekk ílla vegna vætutíðar og óþurrka í mánuðinum,enn flestir bændur samt búnir með fyrrislátt og var ágætis spretta.

Mánuðurinn var frekar úrkomusamur og oft þokuloft eða þoka.

Mest rigndi aðfaranótt 22 þá mældist úrkoman 27,0 mm,frá kl 18:00 þann 21 til kl 09:00 þann  22,eða eftir 15 klukkustundir.

 

Yfirlit dagar eða vikur.

1-2:Norðaustan allhvass síðan stinníngskaldi,mikil rigning þann 2,hiti 5 til 8  stig.

3-9:Norðlægar vindáttir kul eða gola,rigning eða súld með köflum,hiti 5 til 9 stig.

10-12.Breytilegar vindáttir,kul eða gola,rigning þann 12,hiti 6 til 15 stig.

13-18:Norðvestan og norðan,kul eða gola,kaldi 15 og 18,rigning eða súld,hiti 6 til 12 stig.

19-22:Breytilegar vindáttir,gola kaldi að kvöldi þann 22,þurrt 19 og 20 enn mikil rigning um kvöldið 21 og fram á morgun þann 22,hiti 4 til 16 stig.

23-25:Breytilegar vindáttir kul eða gola,þoka eða þokuloft súldarvottur,hiti 8 til 13 stig.

26:Breytileg vindátt í fyrstu með þokulofti,síðan suðaustan gola með hlýindum hiti 8 til 20 stig.

27:Norðvestan kul,þoka en þurrt,hiti 7 til 9 stig.

28:Suðaustan gola og þurrt hiti 14 til 20 stig.

29-31:Norðvestan stinníngsgola oft þoka lítilháttar súld með köflum,hiti 9 til 11 stig.

Úrkoman mældist:95,3mm,(í fyrra í júlí voru það 32,6 mm).

Þurrir dagar voru 7.

Mestur hiti var þann 28 þá 20,5 stig og þann 26 fór hiti í 20,0 stig.

Minnstur hiti var þann 19 þá 3,8 stig.
Meðalhiti mánaðarins var: +9,1 stig.

Meðalhiti við jörð í júlí var:6,81 gráða.(Í júlí 2007 var hitin 6,06 gráður).

Sjóveður:Fremur slæmt í sjó 1 og 2 og 15 annars gott í sjóin.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. júlí 2008

Yfirlit yfir veðrið í júní 2008.

Reykjarfjörður-Djúpavík.21-06-2008.
Reykjarfjörður-Djúpavík.21-06-2008.

Veðrið í Júní 2008.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var hægviðrasamur í heild,þokuloft var oft í mánuðinum.

Miklar hitasveiflur voru á hita yfir dagin og á nóttinni eða að morgni til.

Fjöll voru talin fyrst auð þann 25 en snjór í fjöllum aftur þann 28 og 29,enn aftur autt í fjöllum þann 30.

Bændur búnir að bera tilbúin áburð á tún að mestu í fyrstu viku mánaðar,og er það fyrr en undanfarin ár.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-2:Breytilegar vindáttir,gola eða kul,þurrt í veðri,hiti 8 til 15 stig.

3-5:Norðvestan eða norðan,gola eða stinníngsgola,súld eða rigning,hiti 5 til 10 stig.

6-7:Suðaustan síðan breytilegar vindáttir,logn,kul eða gola,úrkomulítið,hiti 6 til 16 stig.

8-10:Mest norðan,gola eða stinníngsgola,þokuloft með súld eða rigningu,hiti 5 til 8 stig.

11-15:Hafáttir eða breytilegar vndáttir,kul eða gola,þokuloft með smá súld með köflum,hiti 4 til 14 stig.

16-17:Norðaustan stinníngskaldi eða allhvass síðan stinníngsgola þann 17,súld þann 16,hiti 5 til 8 stig.

18-27:Hafáttir eða breytilegar,kul eða gola,en hvessti upp af norðvestri um kvöldið 27,að mestu þurrt,hiti 4 til 12 stig.

28-30:Norðan allhvass,síðan stinníngskaldi og kaldi,rigning og súld,hiti 4 til 6 stig.

Úrkoman mældist:40,6 mm.

Þurrir dagar í mánuðinum voru 14.

Mestur hiti mældist 15,6 stig þann 6.

Minstur hiti mældist 2,0 stig að morgni 23.
Meðalhiti mánaðarins var: +7,3 stig.

Meðalhiti við jörð:+ 3,96 stig.(Í fyrra í júní var meðalhiti +5,09 stig)

Sjóveður:Mjög gott nema þann 16 og fram á 17 og 28 til 30.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. maí 2008

Yfirlit yfir veðrið í maí 2008.

Fjallið Örkin,enn snjór í fjöllum.
Fjallið Örkin,enn snjór í fjöllum.

Veðrið í Maí 2008.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurin var fremur kaldur fram til 22.Síðast snjóaði í byggð þann 10.Mikið var um þokuloft í mánuðinum.Mjög hlýtt var í veðri frá 23 og út mánuðinn.Samt virðist þetta vera einn hlýasti maí mánuður til margra ára.

Jörð á láglendi fyrst talin auð að morgni 13.Nokkur úrkoma var fram til 20.

Ræktuð tún orðin vel græn og gróin og úthagi farin að grænka.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-5:Norðaustan eða Norðan,kaldi eða stinníngskaldi,él,slydda,snjókoma síðan rigning og súld og þokuloft,hiti frá 0 stigum upp í 7 stiga hita.

6-7:Breytilegar vindáttir,kul,súld,þoka eða þokuloft,hiti frá 3 stigum uppí 11 stig þann 7.

8-10:Norðaustan stinníngsgola eða stinníngskaldi og allhvass þann 9,súld,slydda,snjókoma,hiti frá 4 stigum niðrí 2 stiga frost.

11-22:Hafáttir eða breytilegar vindáttir,logn,kul,eða gola,oft þokuloft,súld eða rigning,en þurrt 14 og21 og 22.Hiti 2 til 10 stig.

23-27:Suðvestan eða suðlægar áttir,gola,stinníngsgola eða kaldi en allhvass um tíma þann 26,en Norðan um tíma aðfaranótt 24 þá kólnaði niðri 3 stig,smá rigning eða skúrir annars þurrt í veðri,hiti 8 til 13 stig.

28-30:Hafáttir eða breytilegar,andvari eða kul,úrkomulaust,hiti 7 til 12 stig.

31:Vestan stinníngsgola,úrkomuvottur,hiti 8 til 13 stig.

Úrkoman mældist 52,8 mm.

Þurrir dagar í mánuðinum voru 9.

Mestur hiti mældist þann 26 þá 14,1 stig og þann 23 þá 14,0 stig.

Mest frost mældist þann 9 og 10 þá –1,5 stig.
Meðalhiti var: +5,6 stig.

Jörð var talin alhvít í 2 daga.

Jörð var talin flekkótt í 10 daga.

Auð jörð því í 19 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 10 þá 9 cm.

Sjóveður:Slæmt í sjó 1 til 4 og 9 og 10,annars mjög gott í sjóinn.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

 

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. maí 2008

Yfirlit yfir veðrið í apríl 2008.

Drangaskörð 18-04-2008.
Drangaskörð 18-04-2008.

Veðrið í Apríl 2008.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var umhleypingasamur fram undir miðjan mánuð,en mest Norðaustanáttir eða Suðvestanáttir,þann 15 hlínaði verulega með suðlægum áttum,og góðviðri fram til 21.Síðan Norðvestan og Norðan þræsingur með ofankomu síðustu daga mánaðar.

Úrkoman var óvenju lítil í mánuðinum.

Yfirlit dagar vikur.

1-4:Norðaustan og Norðan þann 4,kaldi en allhvass og hvassviðri þann 3 með snjókomu síðan él,úrkomulaust 1 og 2,hiti frá 1 stigi niðrí 4 stiga frost.

5-6:Breytilegar vindáttir,logn eða gola,úrkomulaust,frost frá 6 stigum upp í 3 stiga hita þann 6.

7:Suðvestan kaldi,þurrt fram á kvöld,hiti 4 til 7 stig.

8-13:Norðan síðan Norðaustan kaldi en allhvass 9 og 10,síðan stinníngsgola,él eða slydda,frost á kvöldin og yfir nóttina 1 til 3 stig en hiti yfir dagin 1 til 2 stig.

14-15:Suðvestan,stinníngsgola en stinníngskaldi þann 15,þurrt í veðri.frost í fyrstu síðan hlinandi frost frá 4 stigum upp í 6 stiga hita.

16-21:Hægviðri,breytilegar vindáttir,logn,andvari eða kul,yfirleitt þurrt í veðri,hiti 3 til 10 stig.

22-25:Norðvestan gola eða stinníngsgola,þoka eða þokuloft og súld,hiti frá 4 stigum niðrí 1 stig.

26-30.Norðan kaldi eða stinníngskaldi,snjókoma,slydda eða él,frost frá 2 stigum upp í 2 stiga hita.

Úrkoman mældist 28,5 mm.

Mestur hiti mældist þann 18 þá 10,0 stig.

Mest frost mældist þann 5 þá 6,5 stig.
Meðalhiti var: +1,6 stig.

Jörð var talin alhvít í 9 daga.

Jörð var talin flekkótt í 21 dag.

Auð jörð því í 0 daga.

Mesta snjódýpt mældist 21 cm dagana 1-2-4 og 5.

Sjóveður:Slæmt sjóveður var 1 til 3 og 8 til 10 og 26 til 30,annars gott sjóveður.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

 

 

 

 

 

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. apríl 2008

Yfirlit yfir veðrið í mars 2008.

Trékyllisvík 10-03-2008.
Trékyllisvík 10-03-2008.

Veðrið í Mars 2008.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

 

Í Mánuðinum voru mest Norðaustanáttir eða Suðvestlægar áttir ríkjandi og úrkomulausir dagar nokkrir.

Smá blotar voru í mánuðinum þannig að snjólag minnkaði talsvert,sól er líka farin að hafa áhrif,og jörð farin að hlína neðanfrá.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-3:Norðaustan sinníngskaldi,en allhvass um tíma þann 1 síðan kaldi,snjókoma eða él og skafrenningur,frost 0 niðrí 7 stig.

4:Suðlægar vindáttir stinníngsgola eða kaldi,snjókoma,slydda síðan rigning frost í fyrstu síðan hlýnaði ört með deginum,frost -3 stig síðan hiti 5 stig.

5:Norðaustan allhvass síðan kaldi,snjókoma um morgunin,síðan smá él,frost frá 2 stigum niðrí 3 stig.

6-7:Norðaustan eða Austan,oftast kaldi,eða sinníngsgola,snjókoma,hiti 2 stig niðrí 1 stigs frost.

8-9:Norðan og Norðvestan,stinníngskaldi síðan kaldi,snjókoma,hiti frá 2 stigum niðrí 3 stiga frost.

10-11:Breytilegar vindáttir,andvari eða gola,lítilsháttar snjókoma um morgunin þ 10 annars smá él,hiti um 0 stigið.

12-13:Norðaustan stinningskaldi og síðan Norðan allhvass,slydda þann 12 en snjókoma þann 13,hiti frá 3 stigum og niðrí frostmark.

14-18:Norðan kaldi þann 14 síðan suðvestan eða breytilegar vindáttir,gola eða stinníngsgola,úrkomulaust,frost 1 til 5 stig 14 og 15,síðan hlínaði hiti 0 til 6 stig.

19:Sunnan og Suðvestan hvassviðri stormur um tíma og stormkviður,rigning eða skúrir,hiti 3 til 6 stig.

20:Norðan hvassviðri og upp í storm um tíma með snjókomu frost 2 til 5 stig.

21-23:Norðan og Suðvestan eða breytilegar vindáttir,gola eða stinníngsgola,úrkomulaust að mestu,hiti frá 1 stigi niðrí 5 stiga frost.

24-31:Norðaustan og Austan,oft kaldi eða stinníngskaldi en allhvass þann 28 og hvassviðri 31,él eða snjókoma,frost frá 1 stigi niðrí 5 stig.Þann 31 hlínaði og fór hiti í 3 stig um dagin.

Úrkoman mældist 94,6 mm.

Úrkomulausir dagar voru 8 í mánuðinum.
Meðalhiti var: -0,2 stig.

Mestur hiti mældist 6,5 stig þann 19.

Mest frost mældist dagana 3 og 4 þá -7,1 stig.

Jörð var talin alhvít í 24 daga.

Jörð var talin flekkótt í 7 daga.

Auð jörð því í 0 daga.

Mesta snjódýpt mældist 62 cm þann 10 og þann 11 61 cm.

Sjóveður:Oftast slæmt í sjóin fram í miðjan mánuð,en allgott 15 til 18 og 22 og 23 síðan slæmt sjóveður.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

 

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. mars 2008

Yfirlit yfir veðrið í febrúar 2008.

Drangajökull séð frá Litlu-Ávík 05-02-2008.
Drangajökull séð frá Litlu-Ávík 05-02-2008.

Veðrið í Febrúar 2008.

 

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Yfirleitt var talsvert frost í mánuðinum en frá 14 til 19 gerði vetrarblota og gerði talsverð hlýindi þessa daga.

Rok eða stormur var þessa daga 8-10 og 12.

Vindur náði 12 vindstigum þann 10, í kviðum.

 

Yfirlit dagar vikur.

1:Norðvestan kaldi él frost 7 niðrí 9 stig.

2-4:Norðan og Norðaustan stinníngskaldi,él snjókoma um kvöldið þann 4,frost frá 8 stig upp í 0 stig.

5-6:Suðvestan stinníngsgola eða kaldi,smá él og skafrenningur,frost frá 0 niðrí 4 stig.

7:Austlægur gola í fyrstu með snjókomu,síðan Suðvestan hvassviðri eða stormur með dimmum éljum og miklum skafrenningi,frost 0 og niðrí 4 stig.

8:Sunnan og Suðaustan stormur eða rok,fyrst með éljum og síðan rigningu,frost í fyrstu enn síðan hita upp í 5 stig.

9:Sunnan og Suðvestan,allhvass í fyrstu síðan kaldi,snjóél,hiti frá 2 stigum og niðrí 3 stiga frost.

10:Suðvestan stormur eða rok,vindhraði yfir 12 vindstig í kviðum,mjög dimm él og skafrenningur,hiti 1 til 2 stig .

11:Suðvestan,kaldi í fyrstu enn allhvast og hvassviðri um kvöldið,dimm él og skafrenningur,hiti 2 stig niðrí 3 stiga frost.

12:Suðvestan stormur fram yfir hádegi síðan kaldi,dimm él og skafrenningur,frost frá 2 stigum niðrí 5 stig.

13:Breytileg vindátt,gola jafnvel logn,smá snjókoma og slydda um kvöldið hiti um 0 stigið.

14-19:Suðvestan eða suðlægar vindáttir oftast kaldi enn allhvass um tíma 18 og 19,rigning eða skúrir,hiti 2 upp í 9 stig.Snarkólnaði seinnipart 19.

20:Suðvestan síðan Norðvestan,stinníngskaldi,él síðan snjókoma,frost 0 til 2 stig.

21-24:Mest Suðvestlægar áttir,andvari upp í stinníngsgolu,él,frost frá 2 stigum niðrí 8 stig.

25-27:Norðaustan stinníngskaldi eða allhvass,snjókoma eða él,frost 1 til 3 stig.

28:Austan kaldi í fyrstu og snjókoma,síðan kul og bjartviðri,frost 3 til 7 stig.

29:Austan og Norðaustan kaldi síðan allhvass,él og skafrenningur,síðan Norðan hvassviðri og mikil snjókoma um kvöldið og nóttina,frost 1 til 7 stig.

Úrkoman mældist 69,8 mm.

Úrkomulausir dagar voru 2.
Meðalhit var: -0,4 stig.

Mestur hiti var þann 19 þá 9,8 stig.

Mest frost var þann 1 þá -9,0 stig.

Jörð var talin alhvít í 23 daga.

Jörð var talin flekkótt í 6 daga.

Auð jörð því  í 0 daga.

Mesta snjódýpt mældist dagana 8 og 28 og 29 þá 35 cm.

Sjóveður: Ekkert  sjóveður 1 til 12,en sæmilegt frá 13 til 24,slæmt í sjóin 25 til 27,sæmilegt 28 og ekkert sjóveður 29 hlaupársdag.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

 

 

 

 

 

 

 

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. febrúar 2008

Yfirlit yfir veðrið í janúar 2008.

Frá Gjögri.
Frá Gjögri.

Veðrið í janúar 2008.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var kaldur enn snjóléttur.

Vindur náði 12 vindstigum 40 og 42 m/s eða meira í kviðum í ofsaveðrinu 27.

Dálítill frostakafli var frá 13 og út mánuðin nema 22 og 27 þá var smá bloti.

 

Samdráttur dagar vikur.

1-4:Sunnan og Suðaustan,allhvass þann 1 síðan kaldi og stinníngsgola,rigning,slydda,él,hiti 1 til 9 stig.

5:Austan stinníngskaldi,rigning,hiti 2 til 4 stig.

6-7:Suðvestan gola eða kaldi,rigning síðan slydda og él þann 7,hiti 1 til 3 stig.

8-11:Norðaustan stinníngsgola eða kaldi,él eða slydda,þurrt þann 10,hiti 0 til 3 stig.

12-16:Austan andvari eða gola enn kaldi þann 15,þurrt þann 14,smá él enn smávegis snjókoma þann 16,frost 0 niðrí 5 stig.

17:Sunnan stinníngsgola eða kaldi,úrkomulaust,hiti frá 3 stigum niðrí 2 stiga frost.

18:Breytileg vindátt með golu í fyrstu síðan Norðaustan stinníngskaldi og norðvestan allhvass um tíma um kvöldið snjókoma,frost 2 til 5 stig.

19-20:Suðvestan og Norðvestan seinni dagin,stinníngsgola,smá él,frost frá 1 stigi til 5 stig.

21:Austlæg vindátt,gola,þurrt,frost 0 til 2 stig.

22:Austan í fyrstu kaldi síðan Suðvestan og allhvass um tíma,smá rigning síðan él,hiti 2 til 5 stig.

23-26:Suðvestan og Sunnan mest kaldi,él,frost 1 til 4 stig.

27:Austan í fyrstu með allhvössum vindi,síðan snérist í sunnan og suðvestan,þá með ofsaveðri fram á nótt,snjókoma í fyrstu síðan rigning og skúrir og él eftir miðnætti.Frost í fyrstu síðan hlýnaði ört hiti fór í 6,6 stig

28-30:Suðvestan og Vestan stinníngsgola eða kaldi,smá él,frost 2 til 6 stig.Snérist í Norðan og Norðaustan með snjókomu um kvöldið þann 30.

31:Norðan hvassviðri eða allhvass með mjög dimmum éljum,frost 4 til 8 stig.

Úrkoman mældist 55,9 mm.

Úrkomulausir dagar voru 3.
Meðalhiti var: -0.1 stig.

Mestur hiti var þann 3 þá 8,6 stig.

Mest frost var þann 31 þá 8,4 stig.

Jörð var talin alhvít í 16 daga.

Jörð var talin flekkótt í 8 daga

Auð jörð því í 7 daga.

Mesta snjódýpt mældist dagana 20 og 21= 16 sm báða dagana.

Sjóveður:Oft slæmt í sjóin þótt veðuhæð hafi oftast ekki verið mikil.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. janúar 2008

Veðrið í Desember 2007.

Reykjaneshyrna 08-12-2007.
Reykjaneshyrna 08-12-2007.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Enn einn umhleypingasamur mánuður og úrkomusamur og oft hvassviðri eða stormur,enn hægviðri 4 til 10 að mestu.
Vindhraði náði 12 vindstigum eða 36 m/s í kviðum að morgni 13.

Tjón í Árneshreppi af völdum veðurs í mánuðinum.
Talsvert tjón varð að Melum I að morgni 13,þegar meirihluti af fjárhúsþaki öðrum megin fauk,skepnur sköðuðust ekki,einnig fuku hurðir af hlöðu á bænum Bæ í Trékyllisvík,einnig fuku ruslagámar og eitthvað annað lauslegt.

Samdráttur dagar vikur.
1-3:Norðan stinníngkaldi hvassviðri þann 2 og kaldi í fyrstu þann 3 enn norðanáttin gekk síðan niður,él síðan slydda,enn þurrt um daginn þann 3,hiti frá 2 stigum niðrí 3 stiga frost.
4-10:Austlæg vindátt yfirleitt kul eða gola,enn stinníngskaldi þann 5,snjókoma ,rigning eða él,þurrt í veðri dagana 7-8 og 10,hiti frá 4 stigum niðrí 6 stiga frost.
11-12:Sunnan síðan suðaustan,stinníngsgola,rigning,hiti 2 til 6 stig.
13:Suðaustan,sunnan og suðsuðvestan,rok snemma morguns,enn fárviðri í kviðum.Enn veður gekk niður um hádegi,smá rigning,síðan smá snjóél. hiti 2 til 8 stig.
14:Suðaustan og sunnan kaldi í fyrstu síðan stormur,kviður í ofsaveður og þetta veður stóð framundir miðnætti.Rigning síðan skúrir,hiti 4 til 10 stig.
15-16:Suðsuðvestan og sunnan,stinníngskaldi síðan stinníngsgola,skúrir,él,rigning,hiti 1 til 7 stig.
17-22:Suðlægar vindáttir stormur um tíma um kvöldið þann 17 síðan allhvass þann 18,og einnig allhvass þann 22,annars mest kaldi.Rigning,slydda,skúrir eða él.Hiti frá 2 stigum upp í 10 stig.
23:Norðvestan stinníngsgola eða kaldi,snjóél eða snjókoma,frost 1 til 4 stig.
24-25:Sunnan stinníngsgola eða kaldi,snérist í allhvassa norðaustan um kvöldið þann 25 frost frá 6 stigum upp í 3 stiga hita
26-27:Norðan og norðvestan allhvasst eða hvassviðri,snjókoma síðan él,frost 1 til 6 stig.
28:Norðaustan stinníngsgola,smá él,frost 3 til 7 stig.
29:Austan kul eða gola,þurrt í veðri,frost 1 til 5 stig.
30-31:Suðlægur allhvasst eða hvassviðri,rigning síðan él,hiti 1 til 8 stig.
Úrkoman mældist 116 mm.
Úrkomulausir dagar voru 4.
Mestur hiti var12,2 stig þann 18.
Mest frost var 6,9 stig þann 28.
Jörð var talin alhvít í 10 daga.
Jörð var talin flekkótt í 10 daga.
Auð jörð því í 11 daga.
Mesta snjódýpt mældist 11 cm dagana 28 og 29.
Sjóveður var mjög risjótt í mánuðinum.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. desember 2007

Veðrið í Nóvember 2007.

Kambur við Reykjatfjörð 01-12-2007.
Kambur við Reykjatfjörð 01-12-2007.
Veðrið í nóvember 2007.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn var umhleypingasamur eins og tveir fyrri mánuðir, enn mjög miklar hitasveiflur voru í mánuðinum og ekki eins úrkomusamur.
Úrkomulausir dagar í mánuðinum voru 8.
Úrkoman mældist 78.5 mm.

1-6:Mest suðlægar vindáttir,gola eða kaldi enn hvassviðri um tíma 3 og 6,þurrt þann 1 annars slydda,rigning eða skúrir og él,frost var þann 1 hiti frá -6 stig upp í +8 stig.
7-14:Mest vestlægar vindáttir eða breytilegar,hægviðri,kul upp í stinníngsgolu,þurrt 7 og 8 annars frekar lítil úrkoma,enn þó smá rigning,slydda eða snjókoma,hiti frá 5 stigum og niðrí 4 gráðu frost
15-16:Sunnan og síðan vestan kaldi og stinníngskaldi lítilsháttar rigning,vel hlýtt hiti 4 til 11 stig.
17:Norðan hvassviðri eða stormur,snjókoma,frost 0 til 3 stig.
18-22:Suðvestan mest kaldi eða stinníngsgola enn allhvass 19 og 20,að mestu þurrt í veðri,hiti frá 8 stigum og niðrí 6 stiga frost.
23:Suðaustan kaldi snjókoma,slydda rigning,hiti 1 til 4 stig.
24:Norðan allhvass í fyrstu síðan kaldi,snjóél,frost 2 til 6 stig.
25:Austan stinníngsgola þurrt í veðri,dregur úr frosti,frost 1 til 5 stig.
26-27:Suðvestan mest kaldi,snjókoma,slydda,rigning mest aðfaranótt 26,annars úrkomulítið,hiti 1 til 10 stig.
28:Austan gola í fyrstu síðan stinníngskaldi,þurrt,frost í fyrstu enn hlínaði,frost frá 2 stigum upp í 3 stiga hita.
29-30:Austnorðaustan og síðan norðaustan,allhvass í fyrstu siðan hvassviðri eða stormur,rigning síðan smá él,hiti frá 3 stigum niðrí 1 stigs frost.
Úrkoman mældist:78,5 mm.
Mestur hiti var þann 16 þá 11,0 stig og þann 26 10,6 stig.
Mest frost var þann 25 þá 5,9 stig og 5,8 þann 22.
Mesta snjódýpt mældist 18 cm að morgni þann 1.
Alhvít jörð var talin vera í 8 daga.
Flekkótt jörð var talin vera í 12 daga.
Auð jörð því talin vera í 10 daga.
Sjóveður var rysjótt í mánuðinum enn sæmilegt dagana:5 og 7 til 12 og 21 og 23.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Hafís í Trékyllisvík og séð til Norðurfjarðar.
  • Bær í Trékyllisvík-19-08-2004.
  • Slegið upp fyrir grunni.04-09-08.
Vefumsjón