Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 3. janúar 2022

Veðrið í Desember 2021.

Krossnesfjall 20-12-2021.
Krossnesfjall 20-12-2021.
1 af 3

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Þann fyrsta var norðaustanátt með snjókomu og frosti. Frá 2 til 9 voru suðlægar vindáttir, oftast með úrkomu. Þá var hæg norðlæg átt þann 10. Frá 11 til 15 voru mest austlægar vindáttir með úrkomu. Dagana 16 og 17 var suðvestan allhvass vindur eða hvassviðri, síðan hægari, rigning og síðan skúrir. Þann 18 var hæg norðlæg vindátt með úrkomulausu veðri. 19 og 20 var suðvestan stinningskaldi í fyrstu enn síðan hægari með úrkomulausu veðri, en hlýtt í veðri. 21 til 24 voru hægar norðlægar eða breytilegar vindáttir, kólnandi veður. 25 til 30 var norðaustan með snjókomu eða éljum. Árið endaði með hægviðri þann 31 og úrkomulausu veðri framyfir miðnætti.

Í mánuðinum voru talsverð svellalög, en dagana 16 og 17 í hlýundunum og hvassviðrinu tóku þau alveg upp og gerði auða jörð. Úrkomulítið var í mánuðinum.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 31. desember 2021

Gleðilegt nýtt ár.

Gleðilegt ár: Mynd: Litla-Ávík 12 febrúar 2021.
Gleðilegt ár: Mynd: Litla-Ávík 12 febrúar 2021.

Góðir lesendur nær og fjær,vefsíðan Litlihjalli sendir hinar bestu áramótakveðjur til lesenda sinna með þökk fyrir samfylgdina í gegnum árin. Megi nýja árið færa okkur öllum gleði og góða tíma. Megi góður Guð vera með okkur öllum og leiða okkur farsællega gegnum nýja árið 2022.

Þetta Ár


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 28. desember 2021

Flugi aflýst á Gjögur.

Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugstöðin Gjögurflugvelli.

Flugfélagið Norlandair hefur aflýst flugi til Gjögurs vegna veðurs. Mjög hvass er af norðri og snjókoma og blint.

Flug verður athugað á morgun á venjulegum áætlunartíma eða


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 24. desember 2021

Gleðileg jól.

Gleðilega jólahátíð kæru lesendur.
Gleðilega jólahátíð kæru lesendur.

Fæðingarhátíð Jesú Krísts, jólin, eru haldin 25. desember. Undirbúningur hátíðahaldsins er aðventan eða jólafastan og lokadagur hennar, 24. desember, og nefnist hjá okkur aðfangadagur jóla. Nafnið er gagnsætt. Þá skal undirbúningi lokið og aðföng öll komin til hátíðahaldsins. Helgin hefst síðan um miðjan aftan eða kl. 18.00. Þá er orðið heilagt og í hönd fer jólanóttin. Góðir lesendur


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 22. desember 2021

Flug hefst að nýju til Vestmannaeyja

Flugfélagið Ernir sinnti áætlunarflugi til Vestmannaeyja áður frá 2010 til 2020.
Flugfélagið Ernir sinnti áætlunarflugi til Vestmannaeyja áður frá 2010 til 2020.

Fréttatilkynning frá Flugfélaginu Ernum.

Flugfélagið Ernir hefur gert samkomulag við Samgöngu- og Sveitarstjórnarráðuneytið um flug til Eyja tvisvar sinnum í viku, mánudaga og föstudaga. Flug í kringum hátíðirnar verður með aðeins öðrum hætti en þegar föst áætlun byrjar í upphafi nýs árs og er fólki bent á áætlun og upplýsingar um flug á vefsíðu félagsins ernir.is, en fyrsta flug verður á Þorláksmessu. Er þetta samkomulag gert í ljósi þess að eftirspurn í innanlandsflugi hefur dregist mikið saman í Covid-19 faraldrinum og ljóst að flug til Eyja mun ekki hefjast, að óbreyttu, að nýju á markaðslegum forsendum. Að mati ráðuneytisins var því talið nauðsynlegt að tryggja tímabundið lágmarksþjónustu á flugi til og frá Vestmannaeyjum í vetur á meðan markaðslegar forsendur eru ekki til staðar, enda flugið mjög mikilvægt fyrir íbúa og atvinnulíf í Vestmannaeyjum.

Flugfélagið Ernir sinnti áætlunarflugi til Vestmannaeyja


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. desember 2021

Líkur á rauðum jólum.

Auð jörð er búin að vera síðan 17.
Auð jörð er búin að vera síðan 17.

Nokkrar líkur eru á að verði rauð jól hér á Ströndum þessi jólin. Ef auð jörð er gefin upp að morgni jóladags eru talin rauð jól. Það er varla að sjá neina úrkomu í spákortum Veðurstofu Íslands, eins er hjá norsku veðurstofunni. Gæti orðið einhver él á morgun, hiti


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 4. desember 2021

Jólastemning á Erpsstöðum á morgun.

Á morgun verður jólastemming á Erpsstöðum frá klukkan 14:00 til 17:00.Mynd Rjómabúið Erpsstaðir.
Á morgun verður jólastemming á Erpsstöðum frá klukkan 14:00 til 17:00.Mynd Rjómabúið Erpsstaðir.

Á morgun verður jólastemming á Erpsstöðum frá klukkan 14:00 til 17:00. Ætlum að vera með opið á sunnudaginn og notalega stemningu. Nokkrir aðilar verða með bás hjá okkur og pláss fyrir fleiri að vera með.
Verðum með tilboð á ýmsum vörum. Úrval af jólatrévöru frá Ástu Ósk.
Skyrgámur mætir á svæðið kl 16 og heilsar uppá gesti.
Minnum


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. desember 2021

Veðrið í Nóvember 2021.

Mesta snjódýpt var 9 CM þann 30.
Mesta snjódýpt var 9 CM þann 30.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu tvo daga mánaðarins var norðanátt með slyddu og síðan snjókomu og snjóéljum. 3 til 5 var suðvestanátt með smávegis skúrum, annars þurrt. 6 til 10 voru norðlægar vindáttir og vindasamt og með talsverðri úrkomu. 11 til 13 voru hægar breytilegar vindáttir. 14 til 15 var suðvestan með skúrum eða slydduéljum. Þann 16 var sunnan í fyrstu síðan norðan með slydduéljum. 17 og 18 voru suðlægar vindáttir og með snjókomu um kvöldið þann 18, og norðaustanátt með snjókomu þann 19. Frá 20 til 22 voru suðlægar vindáttir með úrkomulitlu veðri. 23 til 25 voru norðlægar vindáttir með éljum eða snjókomu. 28 til 30 voru hafáttir með snjókomu.

Mánuðurinn var mjög umhleypingasamur, og oft mikil hálka þegar hitastig rokkar í + hita og niður í – hitastig.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. desember 2021

Strandafrakt sækir ullina til bænda.

Kristján hjá Strandafrakt
Kristján hjá Strandafrakt
1 af 2

Kristján Guðmundsson hjá Strandafrakt kom í dag að sækja ullina til bænda í Árneshreppi. Þetta er ullin eftir haustrúninginn. Þetta er nú orðið lítið aðeins bændur á fjórum bæjum.

Einnig kom Kristján með fóðurbæti


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. nóvember 2021

FRUMDRÖG AÐ HEILSÁRSVEGI YFIR VEIÐILEYSUHÁLS KYNNT.

Starfsfólk Vegagerðarinnar ásamt hluta sveitarstjórnar Árneshrepps. Ljósm. Skúli Gautason.
Starfsfólk Vegagerðarinnar ásamt hluta sveitarstjórnar Árneshrepps. Ljósm. Skúli Gautason.

Starfsfólk Vegagerðarinnar kom í Norðurfjörð á Ströndum og kynnti frumdrög að heilsársvegi yfir Veiðileysuháls fyrir sveitarstjórn Árneshrepps. Almenn ánægja með drögin og spunnust áhugaverðar umræður þar sem heimamenn deildu reynslu sinni af snjósöfnun á fyrirhuguðu vegstæði. Einnig voru rædd næstu skref til að bæta vegasamgöngur við Árneshrepp, m.a. gerð vegar yfir Naustvíkurskörð. 

Framundan eru margskonar rannsóknir á Veiðileysuhálsi,


Meira

Atburðir

« 2023 »
« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Júlíana Lind Guðlaugsdóttir í flotgalla í Norðurfjarðarhöfn.Mynd 20-12-2013.
  • Bakdyr SA hlið.18-12-2008.
  • Afmælisbarnið síunga ásamt gestum.
  • Borgarísjaki ca 20-22 km NNA af Reykjaneshyrnu og um 7 til 8 km A af Sæluskeri. 21-09-2017.
  • Skip á Norðurfirði.
Vefumsjón