Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. nóvember 2023

Veðrið í Október 2023.

Allhvít jörð á láglendi var aðeins í einn sólarhring.
Allhvít jörð á láglendi var aðeins í einn sólarhring.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 76.0.mm. (íoktóber 2022:127,9 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 10.

Mestur hiti mældist þann 19: +12,0 stig.

Mest frost mældist þann 14: -4,9 stig.

Meðalhiti mánaðarins var + 4,0 stig. (í október 2022: +4,1 stig.)

Meðalhiti við jörð var +0,76 stig. (í október 2022: +0,47 stig.)

Alhvít jörð var í 1 dag.

Flekkótt jörð var í 2 daga.

Auð jörð var því í 28 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 14: 8.CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

Alhvít jörð var að morgni þann 14 í fyrsta sinn í haust. Og var aðeins þann dag í mánuðinum.

Mjög héluð jörð var fimm síðustu daga mánaðarins.

Úrkomusamt var fyrri hluta mánaðar

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. október 2023

Veðrið í September 2023.

Alhvítt var í Örkinni 634 M að morgni 21.
Alhvítt var í Örkinni 634 M að morgni 21.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 103,4 mm.(í september 2022: 45,4 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 4 daga.

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti mældist þann 2: +15,5 stig.

Minnstur hiti mældist þann 22: +1,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var 7,7 stig. (í september  2022: +7,3 stig.)

Meðalhiti við jörð var +3,90 stig. (í september 2022: +2,72 stig.)

Yfirlit dagar eða vikur:

Fyrstu átta daga mánaðarins voru suðlægar vindáttir SV eða S, oft stinningskaldi eða allhvass og hlýtt í veðri. Síðan hægviðri með hlýju veðri yfir daginn, en svalara á nóttinni. Norðan allhvass eða hvassviðri var 17 til 19, með rigningu. Norðlægar vindáttir voru út mánuðinn með vætu.

Aðeins varð flekkótt í fjöllum í fyrsta sinn í haust þann 20 og alhvítt var að morgni 21.Örkin sem er 634 M er mælikvarði fyrir snjóhulu í fjöllum á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 5. september 2023

Veðrið í Ágúst 2023.

Kambur að sunnanverðu.
Kambur að sunnanverðu.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 42,6 mm.(í ágúst 2022: 74,7 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 4 daga.

Þurrir dagar voru 12.

Mestur hiti mældist þann 25: 20,9 stig.

Minnstur hiti mældist þann.?:+1,7 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +9,1 stig. (í ágúst 2022: 8,8 stig.)

Meðalhiti við jörð var +4,63 stig. (í ágúst 2022: 4,62 stig.)

Yfirlit dagar eða vikur:

Hægviðrasamt var að mestu í mánuðinum og úrkomulítið.

Oft var þokuloft og fremur svalt í veðri, enn hlýir góðir dagar voru á milli.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. ágúst 2023

Veðrið í Júlí 2023.

Gosmóða barst á Strandir þann 23.
Gosmóða barst á Strandir þann 23.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 74,4 mm. (í júlí 2022: 42,6 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 0 dag.

Þurrir dagar voru 10.

Mestur hiti mældist þann 9: +17,3 stig.

Minnstur hiti mældist þann 19: +2,5 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +6,6 stig. (í júlí 2022: +8,7 stig.)

Meðalhiti við jörð var  +4,44 stig. ( í júlí 2022: +6,0 stig.)

Yfirlit dagar eða vikur:

Norðan eða Norðlægar vindáttir voru mest í mánuðinum, og kalt í veðri í þokulofti og súld. Hægviðrasamt var og gott veður að öðru leyti.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. júlí 2023

Veðrið í Júní 2023.

Mjög hlýtt var í veðri 11 til 17 og oftast léttskýjað.
Mjög hlýtt var í veðri 11 til 17 og oftast léttskýjað.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 52,2 mm.

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 14.

Mestur hiti mældist þann 16: +20.1 stig.

Minnstur hiti mældist þann 22: +0,2 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +9,1 stig. (í Júní 2022: 7,0 stig.)

Meðalhiti við jörð var +5,70 stig. (í júní 2022: +4,37 stig.)

Yfirlit dagar eða vikur:

Mjög hlítt var í veðri frá 11 og fram til 17. Enn mjög kalt var síðustu fjóra daga mánaðarins, sem haustveður væri. Norðlæg vindátt var með súld og þokulofti.

Jörð var mjög þurr í mánuðinum þegar hlýindin voru, jörð var allt að því skrælnuð og þar sem sandtún voru brann gras á túnum. Grasið varð brúnt á litinn.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. júní 2023

Veðrið í Maí 2023.

Þoka, þokuloft og súld var frá 6 til 11.
Þoka, þokuloft og súld var frá 6 til 11.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 74,5 mm. (í Maí 2022: 117,3 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 7.

Mestur hiti mældist þann 31: +15,2 stig.

Mest frost mældist þann 16:-4,3 stig

Meðalhiti mánaðarins var +5,1 stig. (í Maí 2022. 3,7 stig.)

Meðalhiti við jörð var +1,82 stig. (í maí 2022: +0,63 stig.)

Alhvít jörð var í 2 daga.

Flekkótt jörð var í 2 daga.

Auð jörð var því í 27 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 15: 8.CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

Mjög kalt var í veðri fram yfir miðjan mánuð.

Norðan hret var 14 og 15 og varð jörð alhvít í sjó fram í tvo daga.

Seinni hluta mánaðar hlýnaði ört í veðri með suðvestlægum vindáttum sem voru út mánuðinn.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. maí 2023

Veðrið í Apríl 2023.

Örkin 634 M alhvít þann 13.
Örkin 634 M alhvít þann 13.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 49,6 mm. (í apríl 2022: 34,2 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 12.

Mestur hiti mældist þann 17: +12,5 stig.

Mest frost mældist þann 13: -2,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +2,6 stig. (í apríl 2022: + 2,8 stig.)

Meðalhiti við jörð var -0,65 stig. (í apríl 2022: -0,56 stig.)

Alhvít jörð var í 5 daga.

Flekkótt jörð var í 15 daga.

Auð jörð var því í 10 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 6: 17 CM.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. apríl 2023

Veðrið í Mars 2023.

Alhvít jörð var í 21 dag.
Alhvít jörð var í 21 dag.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 25,8 mm.  (2022: 142,3 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 3 daga.

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist þann 2: +8,2 stig.

Mest frost mældist þann 11: -10,4 stig.

Meðalhiti mánaðarins var -2,5 stig. (2022: +0,5 stig.)

Meðalhiti við jörð var -5,67 stig. (2022: -2,56 stig.)

Alhvít jörð var í 21 dag.

Flekkótt jörð var í 10 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 28: 21 CM.

Talsvert frost var í mánuðinum.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. mars 2023

Veðrið í Febrúar 2023.

Flekkótt jörð var í 12 daga.
Flekkótt jörð var í 12 daga.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 99,5 mm. (í febrúar 2022 58,5 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 3.

Mestur hiti mældist þann 28. +10,7 stig.

Minnstur hiti mældist þann 9. -9 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +1,5 stig. (í febrúar 2022 -1,3 stig.)

Meðalhiti við jörð var -2,06 stig. (í febrúar 2022 -4,89 stig.)

Sjóveður: Sæmilegt sjóveður var dagana 21, 22, 23, 24, 27. Sjólítið, dálítill sjór. Annars mjög slæmt vegna vinds eða ölduhæðar, dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór.

Alhvít jörð var í 16 daga.

Flekkótt jörð var í 12 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 10: 25.CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-3: Austnorðaustan, SA, stinningsgola uppí allhvassan vind með snjókomu, eða slyddu.

4-15: Suðlægar vindáttir, kul og uppí hvassviðri eða storm. Rigning, snjókoma, snjóél, skúrir.

16-17: Vestan, NV,VSV, kaldi, gola, andvari, snjóél.

18-19: Austan, NA, kul, gola, kaldi,stinningskaldi, snjóél, slydda, snjókoma.

20-22: Suðvestan, S, SA, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, gola, snjókoma, snjóél, úrkomulaust þann 21, úrkomu varð vart þann 22.

23: Suðlæg vindátt, kul, stinningsgola, snjókoma, slydda.

24-28: Suðvestan, S, kul, gola, stinningsgola, kaldi, allhvasst, skúrir, úrkomulaust þ.24 og 27.

Talsverður bloti var þ.5. Og 13 til 15. Og einnig  frá 24 og út mánuðinn.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. febrúar 2023

Veðrið í Janúar 2023.

Það snjóaði mikið í mánuðinum.
Það snjóaði mikið í mánuðinum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

1 til 3 var suðvestanátt með golu og uppí stinningskalda, úrkomulítið. Þann 4 var hægviðri og úrkomulaust, frost. 5 og 6 voru austlægar vindáttir, andvari uppí kalda. Frá 7 til 18 voru norðaustlægar vindáttir eða norðan með vindi frá golu og uppí hvassviðri og nokkurri úrkomu. Þann 19 var austlæg vindátt með andvara og uppí stinningsgolu. Þann 20 gerði suðaustan og hlýnaði í veðri og gerði talsverðan blota snjó tók talsvert upp og víða fór í svell á láglendi. Frá 21 til 28 var mest suðvestan með golu og uppí allhvassan vind. Snjókoma slydda eða él. En dálítill bloti 26, 27 og 28. Snjó tók upp og svell mínkuðu talsvert. 30 og 31 voru austlægar vindáttir, gola upp í allhvassan vind,með snjókomu og frosti.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 73,6 mm.(í janúar 2022: 67,5 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist þann 21: +8,8 stig.

Minnstur hiti mældist þann 1: -10,7 stig.

Meðalhiti mánaðarins var -0,7 stig. (í janúar 2022:-0,2 stig.)

Meðalhiti við jörð var -3,61 stig.  (í janúar 2022:-4,39 stig.)

Sjóveður: Lítið var um gott sjóveður fyrir dagróðrabáta í mánuðinum, en má segja að þessir dagar hafi verið sæmilegir, 4, 5, 6, 14,25. Sjólítið eða dálítill sjór. Annars mjög slæmt vegna vinds eða ölduhæðar, dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór, mikill sjór.

Alhvít jörð var í 28 daga.

Flekkótt jörð var í 3 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 1: 35 CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-3: Suðvestan, S, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, snjóél, úrkomu vart 2 og 3. Hiti frá +3 niður í -11 stig.

4: Suðaustan eða sunnan logn eða andvari. Úrkomulaust. Frost -3 til -6 stig.

5-6: Austan, ANA,NA, andvari, kul, gola, kaldi, úrkomulaust, þ.6, annars snjóél, hiti frá +1,5 niður í -6 stig.

7-18. Norðaustan, N, ANA, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi,allhvasst, hvassviðri, úrkomulaust Þ.15 og 19, slydda, snjókoma, snjóél, skafrenningur, hiti frá +3 niður í -6 stig.

19: Austan ASA, andvari, kul, stinningsgola, úrkomulaust, frost -2 til 8 stig.

20: Suðaustan, SSV, gola, kaldi, stinningskaldi, snjókoma, slydda, rigning, hiti frá -4 upp í +9 stig.

21-29: Suðvestan, S, SA, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, úrkomulaust þ.21 og 23. Snjókoma, snjóél, slydda, rigning. Hiti frá +9niður í -6 stig.

30 -31: Austnorðaustan, NA, gola, kaldi, allhvasst, snjókoma, frost -1 til -5 stig.

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Jóhann Björn-Sólveig (Bía) og Ragna.
  • Hræran losuð.06-09-08.
  • Járnið komið á að NV verðu,03-12-2008.
  • Úr sal.Gestir.
  • Hafskipabryggjan Norðurfirði-06-07-2004.
Vefumsjón