Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. júní 2023

Veðrið í Maí 2023.

Þoka, þokuloft og súld var frá 6 til 11.
Þoka, þokuloft og súld var frá 6 til 11.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 74,5 mm. (í Maí 2022: 117,3 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 7.

Mestur hiti mældist þann 31: +15,2 stig.

Mest frost mældist þann 16:-4,3 stig

Meðalhiti mánaðarins var +5,1 stig. (í Maí 2022. 3,7 stig.)

Meðalhiti við jörð var +1,82 stig. (í maí 2022: +0,63 stig.)

Alhvít jörð var í 2 daga.

Flekkótt jörð var í 2 daga.

Auð jörð var því í 27 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 15: 8.CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

Mjög kalt var í veðri fram yfir miðjan mánuð.

Norðan hret var 14 og 15 og varð jörð alhvít í sjó fram í tvo daga.

Seinni hluta mánaðar hlýnaði ört í veðri með suðvestlægum vindáttum sem voru út mánuðinn.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. maí 2023

Veðrið í Apríl 2023.

Örkin 634 M alhvít þann 13.
Örkin 634 M alhvít þann 13.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 49,6 mm. (í apríl 2022: 34,2 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 12.

Mestur hiti mældist þann 17: +12,5 stig.

Mest frost mældist þann 13: -2,6 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +2,6 stig. (í apríl 2022: + 2,8 stig.)

Meðalhiti við jörð var -0,65 stig. (í apríl 2022: -0,56 stig.)

Alhvít jörð var í 5 daga.

Flekkótt jörð var í 15 daga.

Auð jörð var því í 10 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 6: 17 CM.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. apríl 2023

Veðrið í Mars 2023.

Alhvít jörð var í 21 dag.
Alhvít jörð var í 21 dag.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 25,8 mm.  (2022: 142,3 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 3 daga.

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist þann 2: +8,2 stig.

Mest frost mældist þann 11: -10,4 stig.

Meðalhiti mánaðarins var -2,5 stig. (2022: +0,5 stig.)

Meðalhiti við jörð var -5,67 stig. (2022: -2,56 stig.)

Alhvít jörð var í 21 dag.

Flekkótt jörð var í 10 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 28: 21 CM.

Talsvert frost var í mánuðinum.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. mars 2023

Veðrið í Febrúar 2023.

Flekkótt jörð var í 12 daga.
Flekkótt jörð var í 12 daga.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 99,5 mm. (í febrúar 2022 58,5 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 3.

Mestur hiti mældist þann 28. +10,7 stig.

Minnstur hiti mældist þann 9. -9 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +1,5 stig. (í febrúar 2022 -1,3 stig.)

Meðalhiti við jörð var -2,06 stig. (í febrúar 2022 -4,89 stig.)

Sjóveður: Sæmilegt sjóveður var dagana 21, 22, 23, 24, 27. Sjólítið, dálítill sjór. Annars mjög slæmt vegna vinds eða ölduhæðar, dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór.

Alhvít jörð var í 16 daga.

Flekkótt jörð var í 12 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 10: 25.CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-3: Austnorðaustan, SA, stinningsgola uppí allhvassan vind með snjókomu, eða slyddu.

4-15: Suðlægar vindáttir, kul og uppí hvassviðri eða storm. Rigning, snjókoma, snjóél, skúrir.

16-17: Vestan, NV,VSV, kaldi, gola, andvari, snjóél.

18-19: Austan, NA, kul, gola, kaldi,stinningskaldi, snjóél, slydda, snjókoma.

20-22: Suðvestan, S, SA, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, gola, snjókoma, snjóél, úrkomulaust þann 21, úrkomu varð vart þann 22.

23: Suðlæg vindátt, kul, stinningsgola, snjókoma, slydda.

24-28: Suðvestan, S, kul, gola, stinningsgola, kaldi, allhvasst, skúrir, úrkomulaust þ.24 og 27.

Talsverður bloti var þ.5. Og 13 til 15. Og einnig  frá 24 og út mánuðinn.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. febrúar 2023

Veðrið í Janúar 2023.

Það snjóaði mikið í mánuðinum.
Það snjóaði mikið í mánuðinum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

1 til 3 var suðvestanátt með golu og uppí stinningskalda, úrkomulítið. Þann 4 var hægviðri og úrkomulaust, frost. 5 og 6 voru austlægar vindáttir, andvari uppí kalda. Frá 7 til 18 voru norðaustlægar vindáttir eða norðan með vindi frá golu og uppí hvassviðri og nokkurri úrkomu. Þann 19 var austlæg vindátt með andvara og uppí stinningsgolu. Þann 20 gerði suðaustan og hlýnaði í veðri og gerði talsverðan blota snjó tók talsvert upp og víða fór í svell á láglendi. Frá 21 til 28 var mest suðvestan með golu og uppí allhvassan vind. Snjókoma slydda eða él. En dálítill bloti 26, 27 og 28. Snjó tók upp og svell mínkuðu talsvert. 30 og 31 voru austlægar vindáttir, gola upp í allhvassan vind,með snjókomu og frosti.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 73,6 mm.(í janúar 2022: 67,5 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 6.

Mestur hiti mældist þann 21: +8,8 stig.

Minnstur hiti mældist þann 1: -10,7 stig.

Meðalhiti mánaðarins var -0,7 stig. (í janúar 2022:-0,2 stig.)

Meðalhiti við jörð var -3,61 stig.  (í janúar 2022:-4,39 stig.)

Sjóveður: Lítið var um gott sjóveður fyrir dagróðrabáta í mánuðinum, en má segja að þessir dagar hafi verið sæmilegir, 4, 5, 6, 14,25. Sjólítið eða dálítill sjór. Annars mjög slæmt vegna vinds eða ölduhæðar, dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór, mikill sjór.

Alhvít jörð var í 28 daga.

Flekkótt jörð var í 3 daga.

Auð jörð var því í 0 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 1: 35 CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-3: Suðvestan, S, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, snjóél, úrkomu vart 2 og 3. Hiti frá +3 niður í -11 stig.

4: Suðaustan eða sunnan logn eða andvari. Úrkomulaust. Frost -3 til -6 stig.

5-6: Austan, ANA,NA, andvari, kul, gola, kaldi, úrkomulaust, þ.6, annars snjóél, hiti frá +1,5 niður í -6 stig.

7-18. Norðaustan, N, ANA, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi,allhvasst, hvassviðri, úrkomulaust Þ.15 og 19, slydda, snjókoma, snjóél, skafrenningur, hiti frá +3 niður í -6 stig.

19: Austan ASA, andvari, kul, stinningsgola, úrkomulaust, frost -2 til 8 stig.

20: Suðaustan, SSV, gola, kaldi, stinningskaldi, snjókoma, slydda, rigning, hiti frá -4 upp í +9 stig.

21-29: Suðvestan, S, SA, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, úrkomulaust þ.21 og 23. Snjókoma, snjóél, slydda, rigning. Hiti frá +9niður í -6 stig.

30 -31: Austnorðaustan, NA, gola, kaldi, allhvasst, snjókoma, frost -1 til -5 stig.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. janúar 2023

Meðalhiti í Litlu-Ávík árið 2022.

Hitamælaskýli í Litlu-Ávík.
Hitamælaskýli í Litlu-Ávík.

Meðalhiti á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fyrir árið 2022 eftir mánuðum. Meðalhitinn er reiknaður út af Veðurstofu Íslands og eru tölurnar úr Gagnabrunni Veðurstofu Íslands. Innan sviga er meðalhitinn frá 2021:

Janúar: -0,2 stig. (-1,1 stig.)

Febrúar: -1,3 stig. (+0,7 stig.)

Mars: +0,5 stig. (+1,1 stig.)

Apríl: +2,8stig. (+1,6 stig.)

 Maí : +3,7 stig. (+3,3 stig)

 Júní: +7,0 stig. (+7,7 stig.)

 Júlí: +8,7 stig. (+11,0 stig.)

 Ágúst: +8,8 stig. (+11,4 stig.)

September: +7,3 stig. (+7,9 stig.)

 Október: +4,1 stig. (+3,5 stig.)

 Nóvember: +4,0 stig. (+1,1 stig.)

 Desember: -1,7 stig. (+0,7 stig.)

Meðalhiti ársins 2022 er +3,6 stig. (2021 var hann +4,1 stig.)

Hitinn var hæstur í ágúst +8,8 stig. En í ágúst 2021 +11,4 stig. Kaldast er í desember -1,7 stig. En 2021 var kaldast í janúar -1,1 stig.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. janúar 2023

Úrkoma árið 2022 í Litlu-Ávík.

Úrkomumælir á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Úrkomumælir á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Heildar úrkoma fyrir veðurstöðina í Litlu-Ávík á Ströndum fyrir árið 2022, tekin saman af Veðurstofu Íslands og tekin hér úr Gagnabrunni Veðurstofunnar. En úrkoman er þessi eftir mánuðum og innan sviga er úrkoman frá árinu 2021.:

Janúar: 67,5 mm.(48,9 mm.)

Febrúar: 58,5 mm.(68,5 mm.)

Mars: 142,3 mm. (65,6 mm.)

Apríl: 34,2 mm. (44,3 mm.)

 Maí: 117,3 mm. (6,9 mm.)

Júní: 74,9 mm. (64,9 mm.)

Júlí: 42,6 mm. (44,3 mm.)

Ágúst: 74,7.mm. (43,7 mm.)

September: 45,4. mm. (188,6 mm.)

Október: 127,9.mm. (143,4 mm.)

Nóvember: 57,9 mm. (76,2 mm.)

Desember:  30,9 mm.  (38,9mm.)

Samtals úrkoma árið 2022 var 874,1 mm.

Úrkoman er dálítið meiri enn á árinu 2021 sem var 836,2 mm. Er úrkoman því 37,9 mm meiri en árið 2021. Úrkoman fer yfir hundrað millimetra í september og í október. Enn 2021 fer úrkoma yfir hundrað mm í  september og í október. Það er mjög sjaldgæft að úrkoma fari yfir þúsund mm á ársgrundvelli, en hefur skeð nokkrum sinnum.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. janúar 2023

Veðrið í Desember 2022.

Talsvert snjóaði síðustu daga mánaðarins.
Talsvert snjóaði síðustu daga mánaðarins.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

1 og 2 var sunnan kul og uppí allhvassan vind, lítilsáttar skúrir. Þann 3 var hæg norðanátt með súld. Þann 4 var suðvestan gola uppí kalda með þurru veðri. 5 og 6 var suðlæg vindátt og hægviðri og úrkomulaust. 7 til 9 var norðaustanátt með stinningsgolu og uppí stinningskalda, lítilsáttar snjóél. Frá 10 til 16 voru austlægar eða breytilegar vindáttir, yfirleitt hægar, með lítilsáttar éljum. Frá 17 og út mánuðinn var norðaustan gola og uppí hvassviðri með éljum og eða snjókomu og skafrenningi og talsverðu frosti.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 30,9 mm. (í desember 2021: 37,7 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti mældist þann: 1 +10,3 stig.

Mesta frost mældist þann: 24 -10,0 stig.

Meðalhiti mánaðarins var -1,7 stig.  (í desember 2021: +0,7 stig.)

Meðalhiti við jörð var -5.12 stig. (í desember 2021: 2,70 stig.)

Sjóveður: Sæmilegt eða gott sjóveður var frá 1 til 12. Gráð, sjólítið, dálítill sjór. Annars slæmt sjóveður. Dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór, mikill sjór

Alhvít jörð var í 17 daga.

Flekkótt jörð var í 3 daga.

Auð jörð var því í 11 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 31: 32 CM.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2: Sunnan allhvass, stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, kul, úrkomulaust þ.1. Enn skúrir.þ.2. hiti +4 til +7 stig.

3: Norðan, NA, gola, kul, súld, hiti +0,5 til +5 stig.

4:Suðvestan, gola, kaldi, úrkomulaust, hiti frá -2 til +6 stig.

5-6: Suðaustan, S, andvari, kul, gola, úrkomulaust, hiti frá -1 til +2 stig.

7-9: Norðaustan, NNA, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, snjóél, úrkomulaust þ.9. Og úrkomu vart þ.8. Hiti frá -2 til +2 stig.

10-16: Austan, NA, SA, andvari, kul, gola, stinningsgola, kaldi, úrkomulaust 10, 11, 12, annars snjóél, hiti, frá +3 niður í -8 stig

17-31: Norðaustan, ANA, N, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, hvassviðri, úrkomu varð vart þ.17, snjóél, snjókoma, skafrenningur. Hiti +0 niður í -10 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 7. desember 2022

Sjálfvirk Veðurstöð sett upp í Litlu-Ávík.

Nýja sjálfvirka veðurstöðin, mannaða stöðin í baksýn.
Nýja sjálfvirka veðurstöðin, mannaða stöðin í baksýn.
1 af 3

Veðurstofa Íslands setti upp sjálfvirka veðurstöð í Litlu-Ávík á Ströndum í dag, enn mönnuð stöð er þar fyrir frá 12 ágúst 1995. Þetta þýðir ekki að veðurathugunarmaður þurfi ekkert að gera, hann verður að taka skýjahæð og skýjasort og veðurlýsingu, hvort sé rigning él og svo framvegis. Og skyggni mæla úrkomu og gefa upp sjólag og mæla sjávarhita og mæla lágmarkshita við jörð og mæla snjódýpt og fleira. Sjálfvirka stöðin sendir vindátt og vindhraða og einnig hitastig og rakastig á 10 mínútna fresti. Sem almenningur sér á klukkutíma fresti. Einnig er loftvog.

Vilhjálmur Þorvaldsson sérfræðingur í mælarekstri hjá Veðurstofunni og Hákon Halldórsson settu mælana upp. Stöðin byrjaði að senda rétt klukkan 16:00 í dag. Stöðin sendi klukkan 15:00 en þá voru vindmælar ekki tengdir, aðeins hitastig.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. desember 2022

Veðrið í Nóvember 2022.

Lítill snjór í fjöllum.
Lítill snjór í fjöllum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Frá 1 til 11 voru norðlægar vindáttir með vindi frá golu og uppí hvassviðri þann 10. Slydda, rigning eða súld. Frá 12 til 22 voru breytilegar vindáttir og hægviðri og með úrkomulitlu veðri. Frá 23 til 27 voru norðlægar vindáttir með stinningskalda og uppí hvassviðri. Þann 28 var suðvestan kaldi með lítiláttar slydduéljum. 29 og 30 var suðaustan og hægviðri með rigningu þann 30.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 57,9 mm.  (í nóvember 2021. 78,4 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti mældist þann 30: +10,8 stig.

Minnstur hiti mældist þann 7 og 30: -0,5 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +4,0 stig. (í nóvember 2021. +1,1 stig.)

Meðalhiti við jörð var +0,79 stig. (í nóvember 2021. -2,32 stig.)

Sjóveður: Sjóveður var oftast slæmt í mánuðinum enn þó voru nokkrir góðir dagar eða sæmilegir: Sjólítið eða dálítill sjór dagana 15,16, 17, 18, 19, 20, 21, 22, 29, 30. Annars var slæmt sjóveður.Dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór, eða mikill sjór.

Alhvít jörð var í 0 dag.

Flekkótt jörð var í 1 dag.

Auð jörð var því í 29 daga.

Mesta snjódýpt: Mældist ekki.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-11: Norðan, Norðaustan, ANA, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, en hvassviðri þ.10. Slydda, rigning, súld, úrkomulaust 5, 6 og 8. Hiti frá -1 uppí +5 stig.

12-22: Austan SA, eða breytilegar vindáttir, andvari, kul, gola, súld, rigning, skúrir, enn úrkomulaust, 19, 20, 21, 22. Hiti +1 til +10 stig.

23- 27: Norðaustan, N, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, rigning, súld, slydda, slydduél, úrkomu vart.Þ. 23. Hiti +2 til +6 stig.

28: Suðvestan stinningskaldi, kaldi, stinningskaldi, slydduél, hiti +1 til +4 stig.

29-30: Suðaustan andvari, kul, gola, stinningsgola, úrkomulaust þ.29. Rigning þ.30. Hiti frá -0,5 til +11 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Febrúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29    

Úr myndasafni

  • Íshrafl við Selsker 22-08-2009.
  • Kaupfélagshúsin á Norðurfirði 10-03-2008.
  • Ís í Trékyllisvík Árnesfjall og sést til Mela.
  • Ásdís Thoroddsen bílstjóri og fararstjóri ásamt 11 erlendum ferðamönnum og Sigursteini í Litlu-Ávík.07-07-2011.
Vefumsjón