Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. mars 2009

Yfirlit yfir veðrið í Febrúar 2009.

Lágmarksmælir við jörð.
Lágmarksmælir við jörð.

Veðrið í Febrúar 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var kaldur í heild.

Mánuðurinn byrjaði með kulda og var talsvert frost fram til 12,en vindur oftast hægur.Þá gerði smá blota hlýnaði og kólnaði á víxl með svellalögum þannig að gífurleg hálka myndaðist.Snjóaði svo talsvert þ,20,smá bloti aftur þ,21.

Síðan að mestu Norðaustan út mánuðinn með frosti,éljum og snjókomu.

Nú í þessum mánuði voru Norðan og NA áttirnar kaldar en voru nokkuð hlýjar í janúar síðastliðnum.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-2:Suðlæg vindátt andvari eða gola,þurrt í veðri,hiti frá +1 stig niðri -5 stig.

3-12:Norðan,NA eða A,lægar vindáttir,gola og uppí stinningskalda og jafnvel kaldi,lítilsháttar él,hiti frá 0 og niðri -8 stig.

13-16:Breytilegar vindáttir eða A lægar,logn,kul eða gola,él þann 13 annars slydda eða rigning,hiti frá -3 stig til +6 stig.

17-19:Sunnan og SV,oftast kaldi en stormur aðfaranótt 19 og fram á morgun,rigning,skúrir og síðan él,hiti frá +9 stigum niðri -2 stiga frost.

20:Norðaustan stinningsgola eða kaldi með snjókomu hiti frá +1 stigi niðri -1 stig.

21:Logn eða breytileg vindátt í fyrstu síðan V stinningskaldi og allhvass um kvöldið,snjókoma um morgunin síðan lítils háttar rigning en þurrt um kvöldið,hiti +0 til +5 stig.

22:Norðvestan og N stinningsgola,snjókoma með köflum,frost -1 til -5 stig.

23-25:Norðaustan eða A oftast allhvass eða hvassviðri með snjókomu,frost -1 til -5 stig.

26:Norðaustan stinningsgola síðan A gola,lítils háttar él,frost -3 til -5 stig.

27-28:Logn eða suðlæg vindátt með andvara,snjókoma með köflum þann 27 annars þurrt,frost 0 til -7 stig.

 

Úrkoman mældist:53,0 mm.  (í febrúar 2008:69,8 mm.)

Úrkomulausir dagar voru 6.

Mestur hiti var aðfaranótt 18:+9,3 stig.

Mest frost var að morgni 12:-8,1 stig.

Jörð alhvít í 22 daga.

Jörð flekkótt í 5 daga.

Auð jörð því í 1 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann 28: 28 cm.
Meðalhiti mánaðarins var: -1,0 stig.

Meðalhiti við jörð var:-4,34 stig (í febrúar 2008:-3,66.)

Sjóveður:Gott eða sæmilegt dagana 1 til 9 og 12 til 16 og dagana 27 og 28,annars slæmt eða ekkert sjóveður,vegna hvassviðra eða sjógangs.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. febrúar 2009

Yfirlit yfir veðrið í Janúar 2009.

Frá Litlu-Ávík 30-01-09.Dálítill snjór á jörðu í lok mánaðar.
Frá Litlu-Ávík 30-01-09.Dálítill snjór á jörðu í lok mánaðar.
Veðrið í Janúar 2009.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn og árið byrjaði með hægviðri fyrstu 9 dagana yfirleitt með hita yfir frostmarki.

Eftir það frysti og gerði nokkrum sinnum Norðaustan eða Norðan hvassviðri með snjókomu og umhleypingasamt.

Mjög athugavert er að sjá hvað N og NA er hlý í þessum mánuði,og var janúar í ár mun hlýrri en janúar árið 2008.(sjá meðalhita við jörð.)

Snjólétt var í mánuðinum þótt dálítill snjór væri um miðjan mánuð.

Oft var talsverð hálka í mánuðinum.

Úrkomusamt var í mánuðinum.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-4:Mest Austlægar vindáttir logn,kul eða gola,rigning eða súld,SV sinningsgola með smá skúrum um kvöldið þann 4 hiti frá -1 stigi uppí +6 stig.

5-6:Breytilegar vindáttir kul eða gola,enn NA kaldi um tíma þann 6,frostúði um tíma þann 5 og snjókoma um kvöldið þann 6,hiti 0 til -1 stig.

7-9:Suðvestan eða S,stinningskaldi síðan stinningsgola,rigning síðan él,hiti +8 stig niðri -1 stig.

10-12:Norðaustan hvassviðri síðan allhvass,en stinningsgola um kvöldið þ,12,snjókoma en él þann 12,hiti frá +2 stigum niðri -7 stig.

13-14:Breytilegar vindáttir logn,eða kul,þurrt í veðri,frost frá -0 stigum niðri -5 stig.

15:Breytileg vindátt,gola,en NV um kvöldið með slyddu,hiti +1 til + 4 stig.

16:Norðan og NA kaldi og síðan allhvass,slydda síðan snjókoma,hiti 0 til +2 stig.

17:Sunnan og SA hvassviðri og allhvass um tíma síðan gola,slydda,hiti 0 til +3 stig.

18:Norðvestan kul í fyrstu,síða NNA kaldi,snjókoma,slydda eða rigning,hiti frá -2 stig uppí +2 stig.

19:Sunnan og SA kaldi síðan gola,él um morguninn,hiti +1 til +3 stig.

20-21:Austan stinningskaldi eða allhvass,smá rigning,annars þurrt,hiti +2 til + 4 stig.

22-25:Norðaustan hvassviðri síðan allhvass,snjókoma,slydda eða súld,hiti +1 til 4 stig.

26:Austan eða breytileg vindátt,kul eða gola,snjókoma eða él fyrriparts dags,hiti -1 til +3 stig.

27-28:Sunnan eða SSV oft kaldi annars gola,úrkomulaust,hiti frá -2 stigum uppí +2 stig.

29:Norðan gola með talsverði snjókomu eða slyddu,hiti +2 stig niðri 0 stig.

30:Breytileg vindátt,kul,smá él,hiti frá 0 og niðri -3 stig.

31:Norðan og síðan V,kaldi síðan stinningsgola,él,hiti 0 niðri -4 stig.

 

Úrkoman mældist  121,6 mm.(í janúar 2008 =55,9 mm.)

Úrkomulausir dagar voru 4.

Mestur hiti +8,2 stig þann 7.

Mest frost -6,6 stig þann 11.

Jörð alhvít í 16 daga.

Jörð flekkótt í 9 daga.

Auð jörð því í 6 daga.

Mesta snjódýptmældist dagana 12,13 og 14 þá 25 cm.
Meðalhiti mánaðarins var: +1,1 stig.

Meðalhiti við jörð var: -1,67 stig.(í janúar 2008:-3,22 stig.)

Sjóveður:Allgott fyrstu 9 daga mánaðar síðan rysjótt sjóveður.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. janúar 2009

Yfirlit yfir veðrið í Desember 2008.

Gjögurviti,
Gjögurviti,

Veðrið í Desember 2008.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mest voru suðlægar vindáttir í mánuðinum,oft hvassviðri eða stormur aðallega fyrir og um jólin,þannig að flugsamgöngur á Vestfjörðum fóru víða úr skorðum.Samt komu nokkrir hægviðrisdagar fyrr í mánuðinum.

Nokkra spilliblota gerði,það er að hlýnaði snöggt en kólnaði og frysti strax aftur og gerði oft gífurlega hálku á vegum fyrir ökutæki og eins fyrir gangandi vegfarendur.

 

Vindur náði í kviðum 36 m/s (eða 12 vindstigum gömlum) þann 23 á þorláksmessu um hádegi nokkrum sinnum.Og einnig aðfaranótt aðfangadags á milli 02:00 og til 04:00 og náði vindur þá 37 til 38 m/s.Og svo einnig oft á Jóladag 25,þá í 36 m/s.

 

Yfirlit dagar vikur.

1:Norðan stinningskaldi síðan kaldi,snjóél,frost 0 til 4 stig.

2-3:Suðaustan eða A,þurrt í veðri,frost frá -6 stigum uppí +1 stigs hita.

4:Norðan og NA,allhvass síðan stinningsgola,slydduél,hiti 0 til 2 stig.

5-7:Suðlægar vindáttir mest SV,kul í fyrstu,síðan kaldi og stinningskaldi,snjóél,svo skúrir,hiti frá 5 stiga hita niðrí 3 stiga frost.

8:Vestan kul síðan stinningskaldi,snjókoma um morguninn,skafrenningur,frost 1 til 4 stig.

9:Austan gola,úrkomulaust,hiti 0 neðri 1 stigs frost.

10:Suðvestan gola,síðan SA,gola með rigningu enn hvassviðri seint um kvöldið,hiti 3 til 8 stig.

11:Suðvestan hvassviðri fram á hádegi með snjóéljum,síðan SA stinningsgola en allhvass um kvöldið,hiti frá 10 stigum neðri 1 stig.

12-14:Suðlægar vindáttir,kul eða gola,þurrt í veðri,hiti í fyrstu frá 1 stigi niðri 5 stiga frost.

15:Austan kaldi í fyrstu síðan SA andvari með snjókomu,hiti -1,4 til +2 stig.

16-19:Suðlægar eða breytilegar vindáttir,stinningskaldi þ,16,annars yfirleitt gola,él,hiti -5 til +2 stig.

20-22:Norðaustan og Austan stinningsgola,kaldi,enn allhvass þann 22 um kvöldið,snjóél,snjókoma síðan rigning,hiti - 2 stig til +4 stig.

23-26:Suðvestan hvassviðri eða stormur,en allhvass og síðan gola á annan í jólum,skúrir eða él,hiti +10 stig niðrí -1 stig.

27-29:Sunnan og síðan SV allhvass eða hvassviðri þann 27 annars stinningskaldi smá skúrir,hiti 0 stigum uppí 9 stig.

30-31:Norðan og NA kaldi þann 30 frostrigning síðan él,gola síðan andvari og logn á Gamlárskvöld,lítilsháttar snjókoma um kvöldið,hiti +2 stig niðrí - 4 stig.

 

Úrkoman mældist: 78,6 mm.(í desember 2007 :116,0 mm.)

Úrkomulausir dagar voru 8.

Mestur hiti var þann 11= +10,1 stig.

Mest frost var þann 2 = - 6.2 stig.

Jörð alhvít í 15 daga.

Jörð flekkótt í 11 daga.

Auð jörð því í 5 daga.

Mesta snjódýpt mældist dagana 21 og 22.=15 cm.
Meðalhiti mánaðarins var: +1,1 stig.

Meðalhiti við jörð -2.30 stig (í desember 2007:-2,16 stig.)

Sjóveður:Mjög rysjótt í mánuðinum.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

 

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. desember 2008

Yfirlit yfir veðrið í Nóvember 2008.

Frá Gjögri.
Frá Gjögri.

Veðrið í Nóvember 2008.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var mjög umhleypingasamur eins og fyrri mánuður á undan,en sæmilega hlýtt fystu 9 daga mánaðar,síðan yfirleitt frost nema,16-18 og 19 var hlýtt.

Vindur náði 12 vindstigum eða 34 m/s að morgni þann 5 mánaðar.

Mikil ísing var fimmtudaginn 13.

Sauðfé var almennt komið á gjöf uppúr 20.

 

Yfirlit dagar vikur.

1:SV allhvass í fyrstu síðan kaldi,þurrt,hiti hiti 1 til 5 stig.

2:Breytileg vindátt hægviðri,gola,rigning,hiti 3 til 5 stig.

3-5:Suðlægar vindáttir allhvass þann 3 og hvassviðri fram á hádegi þann 5,annars kaldi,rigning,skúrir eða slydduél,hiti 2 til 10 stig.

6-8:Breytileg vindátt,kul,andvari eða logn,þurrt þann 6 annars smá rigning,hiti 2 til 6 stig.

9-11:NA og N allhvass þann 9 annars stinníngskaldi eða kaldi,súld þann 9 síðan snjókoma eða él,hiti frá 6 stigum niðrí 2 stiga frost.

12:Suðlæg vindátt,gola,úrkomulaust,frost 1 til 5 stig.

13:NA kaldi eða stinníngskaldi,él síðan frostrigning,hiti frá 2 stigum niðrí 2 stiga frost.

14:Breytileg vindátt kul eða gola,úrkomulaust,hitastig um frostmark.

15:SV stinníngskaldi um morgunin síðan NV og N hvassviðri um tíma frameftir degi,V gola um kvöldið,snjóél,hiti frá 2 stigum niðrí 5 stiga frost.

16:SV allhvass síðan rok um kvöldið og stormur fram á nótt,rigning,hiti 1 til 6 stig.

17:Mest NV kaldi síðan gola,él,frostúði,snjókoma,hiti frá 5 stigum niðrí 2 stiga frost.

18:Breytileg vindátt í fyrstu síðan SV allhvass ,snjókoma um morgunin,hlínar í veðri hiti frá 1 stigi uppí 8 stig.

19:Vestan stinníngskaldi síðan NA kaldi,snjóél,hiti frá 5 stigum niðrí 0 stig kólnar.

20-21:Vestan kaldi síðan gola,snjókoma um morgunin þann 20,frost 2 til 6 stig.

22-23:Austan gola í fyrstu með smá snjókomu síðan SV kaldi og NV allhvass með éljum,hiti frá 6 stigum niðrí 3 stiga frost.

24-25:Suðlæg vindátt,gola,stinníngsgola,síðan V lægur,hvassviðri um tíma þann 25 síðan gola um kvöldið,smá skúrir,hiti frá 7 stigum niðrí 2 stiga frost.

26:Vestan kul um morguninn síðan NA stinníngskaldi,snjókoma fram undir hádegið,og N allhvass um kvöldið með snjókomu,frost 3 til 5 stig.

27-29:Norðan stormur í fyrstu síðan,allhvass,eða stinníngslaldi,snjókoma síðan él,frost 0 til 9 stig.

30:V gola í fyrstu síðan SV stinníngskaldi og NV kaldi um kvöldið með snjókomu,frost 1 til 9 stig.

 

Úrkoman mældist:62,5 mm.(í nóvember 2007:78,5 mm.)

Úrkomulausir dagar voru 3.

Mestur hiti var þann 5: +10,5 stig.

Mest frost var þann 30: -8.8 stig.

Jörð alhvít í 15 daga.

Jörð flekkótt í 2 daga.

Auð jörð því í 13 daga.

Mesta snjódýpt mældist dagana 29 og 30 þá:12 cm.
Meðalhiti mánaðarins var: +1,4 stig.

Meðalhiti við jörð var:-1,89 stig.(í nóvember 2007:-1,56 stig.)

Sjóveður:Mjög rysjótt í mánuðinum.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. nóvember 2008

Yfirlit yfir veðrið í Október 2008.

Fyrst alhvít jörð á láglendi 02-10-2008.
Fyrst alhvít jörð á láglendi 02-10-2008.
1 af 2

Veðrið í Október 2008.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var umhleypingasamur og oft hvassviðri og einnig úrkomusamur.

Vindur náði 12 vindstigum eða 35 m/s í kviðum þann 31.

Miklar skemmdir urðu af völdum Hafróts(öldugangs) um helgina 24 og 25 október á Gjögurbryggju.

Sjór flæddi einnig inn í kjallara á húsi á Gjögri og braut upp kjallaradyr.

Fyrsti snjór á láglendi var að morgni þann 1,þá flekkótt jörð,enn alhvít jörð að morgni 2,dags mánaðar.

 

Yfirlit dagar vikur.

1:Norðan allhvass,él og snjókoma seint um kvöldið,hiti 1 til 3 stig.

2-3:Vestan,norðvestan og norðan,gola en kaldi þann 3,snjóél,frost frá 2 stigum upp í 4 stiga hita þann 3.

4:Norðaustan í fyrstu síðan breytileg vindátt,kaldi í fyrstu,síðan kul,smá él,frost frá -1 stigi til + 5 stiga hita.

5:Breytileg átt í fyrstu,andvari,síðan sunnan allhvass með rigningu,hiti 1 til 6 stig,hlýnandi veður.

6-7:Suðaustan gola þann 6,og þann 7 austan hvassviðri fram á dag,hiti 5 til 9 stig,rigning.

8:Suðvestan stinníngsgola,skúrir,hiti 5 til 9 stig.

9-10:Austan og norðaustan,stinníngsgola síðan stinníngskaldi,rigning,hiti 2 til 8 stig.

11:Norðvestan stinníngskaldi í fyrstu síðan gola,rigning eða skúrir,hiti 3 til 6 stig.

12-13:Norðaustan kaldi uppí allhvast,skúrir síðan rigning þann 13,hiti 3 til 6 stig.

14:Sunnan eða breytileg vindátt,andvari eða kul,lítilsháttar rigning um morgunin,hiti 2 til 7 stig.

15:Norðaustan stinníngsgola,skúrir,hiti 3 til 5 stig.

16-17:Suðlæg vindátt,að mestu hægviðri,kul en stinníngskaldi eða allhvass um tíma að kvöldi 16 og fram á morgun þann 17,lítilsháttar rigning,hiti frá -1 stig og upp í 8 stiga hita.

18-20:Norðan og Norðaustan Stinningskaldi en hvassviðri þann 20,snjókoma síðan él,hiti frá – 2,0 stig og upp í 2 stiga hita.

21:Suðvestan gola,úrkomulaust,frost frá 1 stigi uppí 2 stiga hita.

22-27:Norðaustan eða Norðan gola,stinníngsgola,hvassviðri 24 og 25,slydda,snjókoma síðan él,hiti frá 3 stigum niðrí 3 stiga frost.

28:Suðvestan kaldi,slydda síðan snjókoma,frost frá 4 stigum upp í 2 stiga hita.

29-30:Breytilegar vindáttir kul eða gola,en kaldi um kvöldið 30,úrkomulaust,hiti frá 4 niðrí 0 stig.

31:Suðvestan stormur eða rok,smá skúrir um kvöldið,hiti 6 til 8 stig.

Úrkoman mældist:110,9 mm.(Í október 2007 =204,5 mm.)

Úrkomulausir dagar var :1 dagur.

Mestur hiti var þann 10=9,2 stig.

Mest frost var þann 28=-4,5 stig.

Jörð alhvít í 10 daga.

Jörð flekkótt í 9 daga.

Auð jörð því í 12 daga.

Mesta snjódýpt mældist 13 cm þann 29.
Meðalhiti mánaðarins var: +3,0 stig.

Meðalhiti við jörð var:Mínus 0,48 stig.(Í október 2007 plús 1,45 stig).

Sjóveður:Oftast mjög slæmt 23 til 26 stórsjór eða hafrót.Sæmilegt sjóveður dagana:6,15,16,17 og 30.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

 

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. október 2008

Yfirlit yfir veðrið í september 2008.

Örkin 634 m og Lambatindur fyrst flekkótt í fjöllum 21-09-08.
Örkin 634 m og Lambatindur fyrst flekkótt í fjöllum 21-09-08.
1 af 2

Veðrið í September 2008.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var oft hvassviðrasamur eftir miðjan mánuð og nokkuð úrkomusamur enn hlýr.

Mjög mikil berjaspretta var og eldra fólk man ekki annað eins til margra ár.

Uppskera úr matjurtagörðum(kartöflur-rófur og annað)mjög góð..

Fé kom mjög vænt af fjalli og fallþúngi mjög góður.

Fyrsti snjór í fjöllum var morgunin 21,(í fyrra 11september) eða 10 dögum seinna nú.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-4:Norðan og Norðaustan gola eða stinníngsgola,smá rigning eða súld,hiti 5 til 10 stig.

5:Breytileg vindátt gola,skúrir,hiti 5 til 11 stig.

6-9:Suðlægar vindáttir stinníngsgola upp í stinníngskalda enn 8 og 9 gola og síðan kul,úrkomulítið en þurrt þann 7 og 8,hiti 6 til 14 stig.

10-11:Norðaustan gola í fyrstu síðan kaldi,rigning eða súld,hiti 9 til 12 stig.

12-13:Suðlæg eða breytileg vindátt,gola smá rigning,hiti 9 til 13 stig.

14-25:Suðlægar vindáttir oft kaldi eða stinníngskaldi,en hvassviðri og upp í storm 18 og 19,gola þann 23,rigning eða skúrir,hiti 4 til 14 stig.

26:Norðan og Norðvestan stinníngskaldi,rigning,hiti 5 til 7 stig.

27-28:Suðvestan stinníngsgola,skúrir eða rigning,hiti 3 til 10 stig.

29-30:Norðaustan kaldi eða stinníngskaldi,skúrir síðan slydduél,hiti 1 til 6 stig.

 

Úrkoman mældist 122,2 mm.(Í september 2007=105,5 mm).

Þurrir dagar voru 2.

Mestur hiti var þann 17=14,5 stig.

Minnstur hiti var þann 30 =1,3 stig.
Meðalhiti mánaðarins var: +8,8 stig.

Meðalhiti við jörð var:5,65 stig(í september 2007=3,75 stig).

Sjóveður:Oftast sæmilegt fram í miðjan mánuð,en síðan rysjótt oft vegna hvassviðra.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

 

 

 

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. september 2008

Yfirlit yfir veðrið í ágúst 2008.

Bærin Drangar á Ströndum.12-08-2008.
Bærin Drangar á Ströndum.12-08-2008.

Veðrið í Ágúst 2008..

 

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var að mestu hægviðrasamur og úrkomulítið fram til 25 og yfir heildina mildur.

Talsvert var um þokuloft fram til 11.

Þeyr bændur sem áttu eftir fyrrislátt kláruðu hann í byrjun mánaðar,nokkrir bændur slógu seinnislátt(HÁ),og gerðu það uppúr miðjum mánuði.

 

Yfirlit dagar eða vikur.

1-12:Hafáttir NV til NA átta,kul,gola eða stinníngsgola,þokuloft,súld með köflum,hiti 6 til 11 stig.

13:Breytileg vindátt,kul,þurrt í veðri,hiti 5 til 13 stig.

14-15:Suðvestan stinníngsgola upp í allhvassan vind,smá skúrir,hiti 9 til 15 stig.

16-18:Sunnan og síðan suðaustan,stinníngsgola,smá skúrir eða rigning,þurrt þann 17,hiti 9 til 16 stig.

19:Norðan kul eða gola,þurrt,hiti 9 til 11 stig.

20-23:Breytileg vindátt eða suðlægar,gola upp í stinníngsgolu,rigning eða skúrir með köflum,þurrt þann 20,hiti 5 til 17 stig.

24:Breytileg vindátt,gola,hiti 6 til 12 stig.

25:Norðan stinníngsgola upp í kalda,súld og síðan talsverð rigning,hiti 8 til 10 stig.

26-27:Suðlæg vindátt síðan breytileg,stinníngsgola í fyrstu síðan kul,rigning fyrri dagin,hiti 5 til 12 stig.

28:Norðaustan gola hvessti um kvöldið,smá súld,hiti 9 til 11 stig.

29:Norðaustan og ANA hvassviðri eða stormur fram á dag,síðan Suðaustan stinníngsgola,rigning,skúrir,hiti 9 til 12 stig.

30:Breytileg vindátt gola,smá skúrir,hiti 9 til 14 stig.

31:Logn í fyrstu síðan Norðvestan gola,með þokulofti og smá súldarvotti,hiti 5 til 10 stig.

 

Úrkoman mældist 52,4 mm.(Í ágúst 2007=72,3 mm).

Þurrir dagar voru 8.

Mestur hiti var þann 23 þá 16,6 stig.

Minnstur hiti var þann 20 þá 4,6 stig.
Meðalhiti mánaðarins var: +9,9 stig.

Meðalhiti við jörð var:5,59 stig.(Í ágúst 2007=5,79 stig).

Sjóveður:Mjög gott sjóveður til 24,enn frá 25 og út mánuðinn slæmt í sjóin.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 3. ágúst 2008

Yfirlit yfir veðrið í júlí 2008.

Frá heyskap á Melum 08-07-2008.
Frá heyskap á Melum 08-07-2008.

Veðrið í júlí 2008.

Yfirlit yfir veðrið frá Veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Sláttur hófst hjá bændum 6 og heyskapur byrjaður að fullu eftir fyrstu helgi mánaðarins.Heyskapur gekk ílla vegna vætutíðar og óþurrka í mánuðinum,enn flestir bændur samt búnir með fyrrislátt og var ágætis spretta.

Mánuðurinn var frekar úrkomusamur og oft þokuloft eða þoka.

Mest rigndi aðfaranótt 22 þá mældist úrkoman 27,0 mm,frá kl 18:00 þann 21 til kl 09:00 þann  22,eða eftir 15 klukkustundir.

 

Yfirlit dagar eða vikur.

1-2:Norðaustan allhvass síðan stinníngskaldi,mikil rigning þann 2,hiti 5 til 8  stig.

3-9:Norðlægar vindáttir kul eða gola,rigning eða súld með köflum,hiti 5 til 9 stig.

10-12.Breytilegar vindáttir,kul eða gola,rigning þann 12,hiti 6 til 15 stig.

13-18:Norðvestan og norðan,kul eða gola,kaldi 15 og 18,rigning eða súld,hiti 6 til 12 stig.

19-22:Breytilegar vindáttir,gola kaldi að kvöldi þann 22,þurrt 19 og 20 enn mikil rigning um kvöldið 21 og fram á morgun þann 22,hiti 4 til 16 stig.

23-25:Breytilegar vindáttir kul eða gola,þoka eða þokuloft súldarvottur,hiti 8 til 13 stig.

26:Breytileg vindátt í fyrstu með þokulofti,síðan suðaustan gola með hlýindum hiti 8 til 20 stig.

27:Norðvestan kul,þoka en þurrt,hiti 7 til 9 stig.

28:Suðaustan gola og þurrt hiti 14 til 20 stig.

29-31:Norðvestan stinníngsgola oft þoka lítilháttar súld með köflum,hiti 9 til 11 stig.

Úrkoman mældist:95,3mm,(í fyrra í júlí voru það 32,6 mm).

Þurrir dagar voru 7.

Mestur hiti var þann 28 þá 20,5 stig og þann 26 fór hiti í 20,0 stig.

Minnstur hiti var þann 19 þá 3,8 stig.
Meðalhiti mánaðarins var: +9,1 stig.

Meðalhiti við jörð í júlí var:6,81 gráða.(Í júlí 2007 var hitin 6,06 gráður).

Sjóveður:Fremur slæmt í sjó 1 og 2 og 15 annars gott í sjóin.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. júlí 2008

Yfirlit yfir veðrið í júní 2008.

Reykjarfjörður-Djúpavík.21-06-2008.
Reykjarfjörður-Djúpavík.21-06-2008.

Veðrið í Júní 2008.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var hægviðrasamur í heild,þokuloft var oft í mánuðinum.

Miklar hitasveiflur voru á hita yfir dagin og á nóttinni eða að morgni til.

Fjöll voru talin fyrst auð þann 25 en snjór í fjöllum aftur þann 28 og 29,enn aftur autt í fjöllum þann 30.

Bændur búnir að bera tilbúin áburð á tún að mestu í fyrstu viku mánaðar,og er það fyrr en undanfarin ár.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-2:Breytilegar vindáttir,gola eða kul,þurrt í veðri,hiti 8 til 15 stig.

3-5:Norðvestan eða norðan,gola eða stinníngsgola,súld eða rigning,hiti 5 til 10 stig.

6-7:Suðaustan síðan breytilegar vindáttir,logn,kul eða gola,úrkomulítið,hiti 6 til 16 stig.

8-10:Mest norðan,gola eða stinníngsgola,þokuloft með súld eða rigningu,hiti 5 til 8 stig.

11-15:Hafáttir eða breytilegar vndáttir,kul eða gola,þokuloft með smá súld með köflum,hiti 4 til 14 stig.

16-17:Norðaustan stinníngskaldi eða allhvass síðan stinníngsgola þann 17,súld þann 16,hiti 5 til 8 stig.

18-27:Hafáttir eða breytilegar,kul eða gola,en hvessti upp af norðvestri um kvöldið 27,að mestu þurrt,hiti 4 til 12 stig.

28-30:Norðan allhvass,síðan stinníngskaldi og kaldi,rigning og súld,hiti 4 til 6 stig.

Úrkoman mældist:40,6 mm.

Þurrir dagar í mánuðinum voru 14.

Mestur hiti mældist 15,6 stig þann 6.

Minstur hiti mældist 2,0 stig að morgni 23.
Meðalhiti mánaðarins var: +7,3 stig.

Meðalhiti við jörð:+ 3,96 stig.(Í fyrra í júní var meðalhiti +5,09 stig)

Sjóveður:Mjög gott nema þann 16 og fram á 17 og 28 til 30.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. maí 2008

Yfirlit yfir veðrið í maí 2008.

Fjallið Örkin,enn snjór í fjöllum.
Fjallið Örkin,enn snjór í fjöllum.

Veðrið í Maí 2008.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurin var fremur kaldur fram til 22.Síðast snjóaði í byggð þann 10.Mikið var um þokuloft í mánuðinum.Mjög hlýtt var í veðri frá 23 og út mánuðinn.Samt virðist þetta vera einn hlýasti maí mánuður til margra ára.

Jörð á láglendi fyrst talin auð að morgni 13.Nokkur úrkoma var fram til 20.

Ræktuð tún orðin vel græn og gróin og úthagi farin að grænka.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-5:Norðaustan eða Norðan,kaldi eða stinníngskaldi,él,slydda,snjókoma síðan rigning og súld og þokuloft,hiti frá 0 stigum upp í 7 stiga hita.

6-7:Breytilegar vindáttir,kul,súld,þoka eða þokuloft,hiti frá 3 stigum uppí 11 stig þann 7.

8-10:Norðaustan stinníngsgola eða stinníngskaldi og allhvass þann 9,súld,slydda,snjókoma,hiti frá 4 stigum niðrí 2 stiga frost.

11-22:Hafáttir eða breytilegar vindáttir,logn,kul,eða gola,oft þokuloft,súld eða rigning,en þurrt 14 og21 og 22.Hiti 2 til 10 stig.

23-27:Suðvestan eða suðlægar áttir,gola,stinníngsgola eða kaldi en allhvass um tíma þann 26,en Norðan um tíma aðfaranótt 24 þá kólnaði niðri 3 stig,smá rigning eða skúrir annars þurrt í veðri,hiti 8 til 13 stig.

28-30:Hafáttir eða breytilegar,andvari eða kul,úrkomulaust,hiti 7 til 12 stig.

31:Vestan stinníngsgola,úrkomuvottur,hiti 8 til 13 stig.

Úrkoman mældist 52,8 mm.

Þurrir dagar í mánuðinum voru 9.

Mestur hiti mældist þann 26 þá 14,1 stig og þann 23 þá 14,0 stig.

Mest frost mældist þann 9 og 10 þá –1,5 stig.
Meðalhiti var: +5,6 stig.

Jörð var talin alhvít í 2 daga.

Jörð var talin flekkótt í 10 daga.

Auð jörð því í 19 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 10 þá 9 cm.

Sjóveður:Slæmt í sjó 1 til 4 og 9 og 10,annars mjög gott í sjóinn.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

 

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti Árneshrepps frá 2014 til?
  • Saumaklúbbur á Melum 04-01-2008.
  • Árnesstapar-Reykjaneshyrna í baksýn og Mýrahnjúkur frá Hvalvík séð.10-03-2008.
  • Sælusker(Selsker)-06-07-2004.
  • Kort Árneshreppur.
  • Saumaklúbbur 22-01-2005.
Vefumsjón