Veðrið í Apríl 2021.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Suðvestanátt var fyrstu 3 daga mánaðarins með þíðviðri og tók snjó upp. Enn þann 3. klukkan 16.45 snérist til norðanáttar með snjókomu og snarkólnandi veðri. Þann 4 var norðanátt með snjókomu. Þann 5 og 6 voru hægar suðlægar vindáttir með hörkufrosti. Frostið fór niður í -12,8 stig sem er almesta frost í vetur. Síðan voru austlægar vindáttir með hvassviðri og snjókomu eða éljum. 9 og 10 var hægviðri með úrkomulausu veðri. 11 og 12 var austlæg átt með snjókomu eða slyddu þann 11. Þá gerði suðvestanátt með hlýnandi veðri 13 til 14. Dagana 15 og 16 var suðaustlæg vindátt með hlýju veðri. Frá 17 til 21 var suðvestanátt með kólnandi veðri. 22 til 30 voru hægar hafáttir að mestu með rigningu eða súld og þokulofti, en snjóéljum síðasta dag mánaðar, og varð jörð flekkótt, enn auð jörð var búin að vera síðan 21.
Í suðvestan veðrinu þann 2 fór vindur í kviðum í 34 m/s eða yfir 12 vindstig gömul.
Auð jörð á láglendi talin í fyrsta sinn þann 21.
Mæligögn:
Meira