Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 14. mars 2021

Árneshreppur fær styrk til ljósleðaratengingu.

Orkubú Vestfjarða lagði jarðstreng og ljósleiðara til Djúpavíkur 2014.
Orkubú Vestfjarða lagði jarðstreng og ljósleiðara til Djúpavíkur 2014.
1 af 2

Þann 12 mars kom fram á vef Stjórnarráðs Íslands að 13 sveitarfélög geti fengið styrk til að ljósvæða í sveitarfélögunum, þar á meðal er Sveitarfélagið Árneshreppur sem getur fengið styrk úr Fjarskiptasjóði að upphæð kr. 46,5 milljónir til þess að byrja ljósleiðaravæðingu sveitarinnar. Og að sögn Evu Sigurbjörnsdóttir oddvita Árneshrepp hefur sveitarfélagið fengið bréf frá Orkubúi Vestfjarða þess efnis að þeir yrðu með í þessu átaki þannig að þrífösun verður framkvæmd í leiðinni. Þetta kemur til með að breyta miklu fyrir atvinnulífið í sveitinni til framtíðar. Auk þess


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. mars 2021

Veðrið í Febrúar 2021.

Frá Norðurfirði 26-02-2021.
Frá Norðurfirði 26-02-2021.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn byrjaði með suðlægum vindáttum og með hægviðri og þurru veðri fram til 7. Frá 8 og til 10 var norðaustan með talsverðri snjókomu. 11 og til 13 er hægviðri og dró úr frosti smátt og smátt. 14 og 15 voru austlægar eða suðlægar vindáttir með éljum og síðan rigningu. 16 til 18 var hægviðri með talsverðri rigningu eða slyddu þann 17. Frá 19 og til 25 voru hafáttir með úrkomu alla dagana, súld, rigningu, slyddu eða snjókomu. Þann 26 fór að hlýna með suðlægum vindáttum, en snjóaði fyrst talsvert aðfaranótt 26. Síðan var rigning, skúrir og síðan él þann 28. Suðvestan hvassviðri eða stormur með miklum kviðum var 27 og 28. Snjó tók mikið til upp á láglendi.

Í suðvestan storminum þann 28 fóru kviður í 33 m/s sem eru tólf vindstig gömul.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 23. febrúar 2021

Rafmagnslaust í tæpa 5 tíma í Árneshreppi.

Frá vinnu á Trékyllisheiði. Mynd Eysteinn.
Frá vinnu á Trékyllisheiði. Mynd Eysteinn.

Rafmagn fór af í Árneshreppi klukkan 05:50 í morgun. Viðgerðarmenn frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík fóru með birtingu í morgun að leita bilunarinnar. Bilunin fannst síðan á Trékyllisheiðinni, slit var í 12 staur fyrir norðan björgunarskýlið á heiðinni.

Rafmagn komst svo á


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 14. febrúar 2021

Fyrirmyndarverkefni Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða.

Frá Skjaldborgarskrúðgöngunni á lokakvöldinu. Kristín Andrea í broddi fylkingar
Frá Skjaldborgarskrúðgöngunni á lokakvöldinu. Kristín Andrea í broddi fylkingar
1 af 3

Vestfjarðastofa hefur veitt viðurkenningar fyrir fyrirmyndarverkefni Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða úr hópi þeirra verkefna sem hlutu styrk úr sjóðnum árið 2020.

Í flokki nýsköpunarverkefna var það Sýslið, miðstöð skapandi greina á Hólmavík sem hlýtur viðurkenninguna Fyrirmyndarverkefni Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða árið 2020.

Hugmyndin með Sýslinu er að stofnsetja miðstöð skapandi greina í gamla sýslumannshúsinu á Hólmavík. Sýslið - Verkstöð er klæðskerasaumuð lausn sem býður upp á fjölþætta þjónustu sem hefur skort á svæðinu. Sýslið - Verkstöð verður rekið sem einkahlutafélag Ástu Þórisdóttur og Svans Kristjánssonar sem eru eigendur og íbúar hússins. Verkefnið getur haft mikil jákvæð áhrif á skapandi starf á svæðinu með fjölbreytilegri og  vel útbúinni aðstöðu og einnig með gestadvöl hönnuða og listamanna sem munu auðga starfsemina og menningarlíf á svæðinu með sýningum og viðburðum.

Sýslið er að einnig að finna að vefnum www.strandir.is sem fer í loftið innan skamms.

Á sviði menningar hlýtur heimildahátíðin Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. febrúar 2021

Veðrið í Janúar 2021.

Finnbogastaðafjall. 29-01-2021.
Finnbogastaðafjall. 29-01-2021.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Suðlæg vindátt var fyrstu 5 daga mánaðarins með smá vætu með köflum. Miklar stormkviður voru um kvöldið þann þriðja með úrhellisskúrum. Þann 6 var vestan eða norðvestan hægviðri og þurrt í veðri en frost. Þá var suðlæg vindátt þann 7 með smá snjómuggu um kvöldið og frost. Þann 8 var suðlæg vindátt í fyrstu með hita í +, enn síðan snérist í hæga norðanátt fyrir hádegið með snjókomu og komið hvassviðri um kvöldið með talsverðu frosti. 9 og 10 var vestlæg eða suðlæg vindátt og hægviðri og björtu veðri með talsverðu frosti. Frá 11 og fram til 17 var hægviðri með frosti í fyrstu síðan hita vel yfir frostmarki og úrkomu með köflum. Frá 18 og til 28 var norðan eða norðaustan allhvasst eða hvassviðri með slyddu, snjókomu eða éljum og talsverðu frosti. Þrjá síðustu daga mánaðarins var mest hægviðri með úrkomulausu veðri en talsverðu frosti.

Mánuðurinn var úrkomulítill og mjög kaldur.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 25. janúar 2021

Flug tókst í dag.

Twin Otter vélin á Gjögurflugvelli.
Twin Otter vélin á Gjögurflugvelli.

Flugfélaginu Norlandair tókst að fljúga í dag á Gjögur. Ekki hefur verið flogið síðan á fimmtudaginn 14 síðastliðinn. Reynt hefur verið að fljúga alla síðustu viku en ekki tekist vegna veðurs. Það komu vörur í verslunina og póstur með vélinni. Þetta var nú


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 22. janúar 2021

Flugi aflýst á Gjögur.

Flugstöðin Gjögri.
Flugstöðin Gjögri.

Flugfélagið Norlandair hefur aflýst flugi til Gjögurs vegna veðurs. Mjög hvass er af norðri, þann að vindur er aðeins á hlið svo eru dimm él og einnig


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 21. janúar 2021

Úrkoma árið 2020 í Litlu-Ávík.

Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Úrkomumælir í Litlu-Ávík.

Heildar úrkoma fyrir veðurstöðina í Litlu-Ávík á Ströndum fyrir árið 2020, tekin saman af Veðurstofu Íslands og tekin hér úr Gagnabrunni Veðurstofunnar. En úrkoman er þessi eftir mánuðum og innan sviga er úrkoman frá árinu 2019.:

Janúar: 117,1 mm. (46,0 mm.)

Febrúar: 48,8 mm. (59,2 mm.)

Mars: 55,9 mm. (52,7 mm.)

Apríl: 45,3 mm. (32,7 mm.)

Maí: 28,2 mm. (11,9 mm.)

Júní: 64,7 mm. (13,5 mm.)

Júlí: 110,9 mm. (80,7 mm.)

Ágúst: 127,3 mm. (101,8 mm.)

September: 147,2 mm. (148,6 mm.)

Október: 80,7 mm. (45,4 mm.)

Nóvember: 125,5 mm. (24,3 mm.)

Desember: 81,6 mm. (106,9 mm.)

Samtals úrkoma


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. janúar 2021

Meðalhiti í Litlu-Ávík árið 2020.

Mælaskýli í Litlu-Ávík.
Mælaskýli í Litlu-Ávík.

Meðalhiti á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fyrir árið 2020 eftir mánuðum. Meðalhitinn er reiknaður út af Veðurstofu Íslands og eru tölurnar úr Gagnabrunni Veðurstofu Íslands. Innan sviga er meðalhitinn frá 2019.:

Janúar: -0,2 stig. (+0,5 stig.)

Febrúar: -0,2 stig. (+0,2 stig.)

Mars: -0,3 stig. (0,0 stig.)

Apríl: +2,4 stig. (+4,3 stig.)

Maí : +5,2 stig (+4,1 stig.)

Júní: +8,1 stig. (+7,3 stig.)

Júlí: +8,3 stig (+8,3 stig.)

Ágúst: +9,8 stig. (+7,0 stig.)

September: +5,9 stig. (+7,1 stig.)

Október: +5,0 stig. (+4,3 stig.)

Nóvember: +1,6 stig. (+2,2 stig.)

Desember: +0,7 stig. (+1,2 stig.)

Í janúar 2020


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 13. janúar 2021

Kveðja frá Átthagafélagi Strandamanna.

Drangaskörð.
Drangaskörð.

Á þessum fordæmalausu tímum óska

stjórn og skemmtinefnd Átthagafélags Strandamanna

félagsmönnum farsældar á nýju ári og þakka samstarfið á liðnum árum.

Pistill frá formanni

Ég vil óska öllum félögum okkar í Átthagafélagi Strandamanna og öðrum gleðilegs árs og von um mun betri tíma en síðasta ár var. Þökkum við liðin ár. Við skulum ekki gefa eftir þó að svona veirur komi en sækja frekar fram. Strandamenn hafa liðið mörg erfið ár um aldir og geta og kunna að taka því með æðruleysi og  eflast við hverja raun.

Nú hefur síðasta ár liðið  hjá með sínum takmörkunum sem fylgdu covid 19 og það mun gæta þeirrar veiru  fram eftir þessu ári.

Nú er ljóst að ekki verður þorrablót hjá félaginu í ár  en við stefnum á aðalfund og kaffidag 9. maí  ef  sprautur fyrir veirunni og  allt fer þannig sem við vonum að hjarðónæmi verði náð í tíma.

Nú síðasta ár varð nánast fall á öllu okkar starfi en þó náðum við Þorrablótinu en svo stoppaði allt  enginn kaffidagur og ekki hefur náðst að halda aðalfund.  Kórinn


Meira

Atburðir

« 2021 »
« Október »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Grænhóll við Gjögur-05-07-2004.
  • Húsið 29-10-08.
  • Hafís útaf Reykjanesströnd.
Vefumsjón