Veðrið í Ágúst 2021.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Norðlægar vindáttir voru frá byrjun mánaðar og fram til 13, með úrkomulitlu veðri, og hægviðrasamt var. Frá 14 og til 16 voru breytilegar vindáttir, en suðvestan um tíma þann 15, en innlögn (norðan) á kvöldin með þokulofti. Þá var hæg norðlæg vindátt frá 17 til 22, með þokulofti, þoku og smá súld. Frá 23 og til 24 voru breytilegar vindáttir og hægviðri, súld eða rigning. Síðan frá 25 og út mánuðinn var suðvestanátt með lítilsáttar skúrum og hlýju veðri. Mánuðurinn var hægviðrasamur og hlýr.
Mæligögn:
Meira