Veðrið í Apríl 2022.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Suðlægar vindáttir voru fyrstu tvo daga mánaðarins og sæmilega hlýtt í veðri. Frá 3 til 6 var norðaustanátt með úrkomu og kólnandi veðri. Hægviðri var 7 og 8 og úrkomulaust. 9 til 12 var norðaustanátt með snjókomu eða éljum. Dagana 13 og 14 var hægviðri með smá vætu þann 14. Frá 15 til 17 voru suðlægar vindáttir hvassviðri í fyrstu síðan mun hægari og ört hlýnandi veður, úrkomulítið. 18 til 20 voru hafáttir og kólnandi veður. 21 til 27 var hægviðri með úrkomulausu veðri. 28 til 30 var suðvestanátt með allhvössum vindi eða hvassviðri þann 30.
Auð jörð var talin í fyrsta sinn í vor þann 30.
Mæligögn:
Meira