Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 21. janúar 2021

Úrkoma árið 2020 í Litlu-Ávík.

Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Úrkomumælir í Litlu-Ávík.

Heildar úrkoma fyrir veðurstöðina í Litlu-Ávík á Ströndum fyrir árið 2020, tekin saman af Veðurstofu Íslands og tekin hér úr Gagnabrunni Veðurstofunnar. En úrkoman er þessi eftir mánuðum og innan sviga er úrkoman frá árinu 2019.:

Janúar: 117,1 mm. (46,0 mm.)

Febrúar: 48,8 mm. (59,2 mm.)

Mars: 55,9 mm. (52,7 mm.)

Apríl: 45,3 mm. (32,7 mm.)

Maí: 28,2 mm. (11,9 mm.)

Júní: 64,7 mm. (13,5 mm.)

Júlí: 110,9 mm. (80,7 mm.)

Ágúst: 127,3 mm. (101,8 mm.)

September: 147,2 mm. (148,6 mm.)

Október: 80,7 mm. (45,4 mm.)

Nóvember: 125,5 mm. (24,3 mm.)

Desember: 81,6 mm. (106,9 mm.)

Samtals úrkoma


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. janúar 2021

Meðalhiti í Litlu-Ávík árið 2020.

Mælaskýli í Litlu-Ávík.
Mælaskýli í Litlu-Ávík.

Meðalhiti á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fyrir árið 2020 eftir mánuðum. Meðalhitinn er reiknaður út af Veðurstofu Íslands og eru tölurnar úr Gagnabrunni Veðurstofu Íslands. Innan sviga er meðalhitinn frá 2019.:

Janúar: -0,2 stig. (+0,5 stig.)

Febrúar: -0,2 stig. (+0,2 stig.)

Mars: -0,3 stig. (0,0 stig.)

Apríl: +2,4 stig. (+4,3 stig.)

Maí : +5,2 stig (+4,1 stig.)

Júní: +8,1 stig. (+7,3 stig.)

Júlí: +8,3 stig (+8,3 stig.)

Ágúst: +9,8 stig. (+7,0 stig.)

September: +5,9 stig. (+7,1 stig.)

Október: +5,0 stig. (+4,3 stig.)

Nóvember: +1,6 stig. (+2,2 stig.)

Desember: +0,7 stig. (+1,2 stig.)

Í janúar 2020


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 13. janúar 2021

Kveðja frá Átthagafélagi Strandamanna.

Drangaskörð.
Drangaskörð.

Á þessum fordæmalausu tímum óska

stjórn og skemmtinefnd Átthagafélags Strandamanna

félagsmönnum farsældar á nýju ári og þakka samstarfið á liðnum árum.

Pistill frá formanni

Ég vil óska öllum félögum okkar í Átthagafélagi Strandamanna og öðrum gleðilegs árs og von um mun betri tíma en síðasta ár var. Þökkum við liðin ár. Við skulum ekki gefa eftir þó að svona veirur komi en sækja frekar fram. Strandamenn hafa liðið mörg erfið ár um aldir og geta og kunna að taka því með æðruleysi og  eflast við hverja raun.

Nú hefur síðasta ár liðið  hjá með sínum takmörkunum sem fylgdu covid 19 og það mun gæta þeirrar veiru  fram eftir þessu ári.

Nú er ljóst að ekki verður þorrablót hjá félaginu í ár  en við stefnum á aðalfund og kaffidag 9. maí  ef  sprautur fyrir veirunni og  allt fer þannig sem við vonum að hjarðónæmi verði náð í tíma.

Nú síðasta ár varð nánast fall á öllu okkar starfi en þó náðum við Þorrablótinu en svo stoppaði allt  enginn kaffidagur og ekki hefur náðst að halda aðalfund.  Kórinn


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. janúar 2021

Breyting á flugi.

Merki Norlandair.
Merki Norlandair.

Samkvæmt tilkynningu frá Norlandair verður breyting á tveim flugferðum til Gjögurs, verður flogið þá

fimmtudaginn 14 janúar í stað föstudagsins. 15 janúar. Og þriðjudginn 19. janúar í stað mánudagsins 18. Janúar.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. janúar 2021

Flugi aflýst.

Flugvél Norlandair á Gjögurflugvelli.
Flugvél Norlandair á Gjögurflugvelli.

Flugfélagið Norlandair er búið að aflýsa flugi til Gjögurs í dag vegna dimmviðris. Snjómugga hefur verið frá því um tíuleytið í morgun. Ekki er vitað hvort verður flogið fyrr en næstkomandi


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 2. janúar 2021

Veðrið í Desember 2020.

Það snjóaði talsvert 19 til 21, en þann snjó tók mikið til upp 24 og 25. Mynd tekin 23.
Það snjóaði talsvert 19 til 21, en þann snjó tók mikið til upp 24 og 25. Mynd tekin 23.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Suðlæg vindátt og síðan NNV um kvöldið með snjókomu þann 1. Frá 2 til 4 var norðan áhlaup, frá allhvössum vindi og uppí storm, með snjókomu með talsverðu frosti. Þá voru suðlægar vindáttir með úrkomu þann sjöunda, en annars þurru veðri 5 til 8. Frá 9 til 22 var Norðaustlæg vindátt allt frá stinningsgolu og uppí stormstyrk, með rigningu, slyddu og talverðri snjókomu frá 19 og fram á morgun þann 21. Frá 23 og til 26 var suðlæg vindátt með hvassviðri eða stormi 24 og 25. Rigning og síðan él. Snjó tók mikið til upp 24 og 25. Þá var norðanátt 27 og 28, með úrkomu. Síðan var hægviðri þrjá síðustu daga mánaðarins, og var léttskýjað á gamlárskvöld og fallegt veður.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 31. desember 2020

Gleðilegt ár.

Gleðilegt nýtt ár.
Gleðilegt nýtt ár.

Góðir lesendur nær og fjær,vefsíðan Litlihjalli sendir hinar bestu áramótakveðjur til lesenda sinna með þökk fyrir samfylgdina í gegnum árin. Megi nýja árið færa okkur öllum gleði og góða tíma. Megi góður Guð vera með okkur öllum og leiða okkur farsællega gegnum nýja árið 2021

Þetta Ár er frá oss farið,


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 24. desember 2020

Gleðileg jól.

Gleðilega jólahátíð kæru lesendur.
Gleðilega jólahátíð kæru lesendur.

Fæðingarhátíð Jesú Krísts, jólin, eru haldin 25. desember. Undirbúningur hátíðahaldsins er aðventan eða jólafastan og lokadagur hennar, 24. desember, og nefnist hjá okkur aðfangadagur jóla. Nafnið er gagnsætt. Þá skal undirbúningi lokið og aðföng öll komin til hátíðahaldsins. Helgin hefst síðan um miðjan aftan eða kl. 18.00. Þá er orðið heilagt og í hönd fer jólanóttin. Góðir lesendur nær og fjær. Megi


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. desember 2020

Síðustu flug fyrir jól.

Flugvél Norlandair á Gjögurflugvelli.
Flugvél Norlandair á Gjögurflugvelli.

Breyting á flugi. Flogið verður á fimmtudaginn þann 17 í stað 18 föstudag. Óbreyttur tími brottför frá Reykjavík 14:30.

Og síðasta flug verður þriðjudaginn þann 22. Brottför frá Reykjavík klukkan 14:30.

Allt er þetta flugveðri háð.

King Air vél Flugfélags


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. desember 2020

Ný bók: Strandir 1918.

Bókarkápan. Strandir 1918.
Bókarkápan. Strandir 1918.
1 af 3

Út er komin bókin Strandir 1918: Ferðalag til fortíðar og rafrænt útgáfuhóf var haldið sunnudaginn 6. desember. 

Árið 1918 var merkilegt ár í sögu þjóðarinnar. Ísland fékk fullveldi og ýmsir stórviðburðir settu svip á mannlíf og samfélag. Hér er athygli beint að viðburðum og daglegu lífi á Ströndum á þessum tíma, birtar dagbækur, ferðasögur og fræðigreinar. Fjallað er um líf og störf fólks í Strandasýslu fyrir rúmri öld, á tímum sem standa okkur býsna nærri. Samt er margt við daglegt amstur fólks fyrir 100 árum framandi í samtímanum. 

Ritstjóri er Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur og hún er einnig höfundur greinar í bókinni, eins og Eiríkur Valdimarsson, Hafdís Sturlaugsdóttir og Jón Jónsson. Þá skrifar forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson formála að bókinni. 

Einnig er birt ferðasaga eftir Guðmund Hjaltason og búnaðaryfirlit eftir Sigurð Sigurðsson sem ferðaðist um allar Strandir. Þá eru tvö dagbókabrot að finna í bókinni, eftir Níels Jónsson á Grænhóli á Gjögri og Þorstein Guðbrandsson á Kaldrananesi.  

Með útgáfu bókarinnar Strandir 1918


Meira

Atburðir

« 2023 »
« Júní »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Úr myndasafni

  • Hafís og uppskipunarbátur á leið í land.
  • Seljanes og Ófeigsfjörður 15-03-2005.
  • Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason.
  • Árnesstapar-06-08-2008.
Vefumsjón