Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. nóvember 2020

Síðasta flug flugfélagsins Ernis á Gjögur.

Ernir flugu sitt síðasta áætlunarflug til Gjögurs í dag.
Ernir flugu sitt síðasta áætlunarflug til Gjögurs í dag.
1 af 2

Flugfélagið Ernir flugu sitt síðasta áætlunarflug á Gjögur í dag. Flugfélagið Ernir hafa flogið á Gjögur allt frá árisbyrjun 2007 þegar þeir tóku við af Landsflugi sem hætti alfarið flugrekstri í árslok 2006. En nú næstkomandi mánudag 16 nóvember tekur Flugfélagið Norlandair við.

Ernir hafa þjónað Árneshreppi vel og dyggilega í þessi tæpu 14 ár. Fleira fólk var í hreppnum þegar þeyr byrjuðu flug á Gjögur og því meira að flytja bæði vörur og póst. Og mikið var um farþega þá. Nú síðustu ár


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. nóvember 2020

Vegagerðin samþykkti ógilt tilboð og afturför í flugþjónustu.

Hörður Guðmundsson forstjóri Ernis.
Hörður Guðmundsson forstjóri Ernis.

Fréttatilkynning:

Flugfélagið Ernir gerir athugasemdir við fréttilkynningar Vegagerðarinnar og Norlandair frá í gær.

Flugfélagið Ernir ehf. telur að Norlandair hafi með yfirlýsingu í gær (12/11‘ 20) staðfest að tilboð þess síðarnefnda í flugleiðina Bíldudal/Gjögur hafi verið ógilt og að fullyrðingar Vegagerðarinnar um hið gagnstæða standist ekki. Þar með er ljóst að mótmæli Vestfirðinga vegna „stökks niðrávið í þjónustu“ eiga við rök að styðjast. Flugfélagið Ernir ehf. hefur kært niðurstöðu útboðsins til Kærunefndar útboðsmála sem birti m.a. þetta í greinagerð með ákvörðunarorðum sínum, en þar segir orðrétt:“Eins og mál þetta liggur fyrir nú verður því að miða við að varnaraðili hafi brotið gegn lögum um opinber innkaup við val á tilboði Nordlandair ehf. ”

Beechcraft King Air vél sú sem Norlandair hyggst aðallega nýta í flugið er skráð hjá Samgöngustofu sem 7 sæta en ekki 9 sæta, eins og fullyrt er í tilboði. Ljóst er að þessi flugvél uppfyllir ekki skilyrði útboðsins um 600 kg. flutningsgetu fyrir frakt auk farþega og farangurs. Þessi skilyrði voru meðal annars sett vegna slæms ástands vega á Vestfjörðum og í Árneshreppi sem oft kallar á mikla flutninga.

Flugvélar Norlandair eru ekki sambærilegar við þær rúmgóðu vélar sem Flugfélagið Ernir hefur notað til þjónustunnar undanfarin ár þótt slíkt sé fullyrt af Vegagerðinni og Norlandair.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. nóvember 2020

Flugi aflýst.

Frá vöru og póstflugi´.
Frá vöru og póstflugi´.

Fyrsti póstur átti að koma í dag með flugi, enn póstur hefur komið í sumar og nú út október með Strandafrakt. Vörur áttu líka að koma í dag með fluginu, en nú hefur Flugfélagið Ernir aflýst flugi vegna veðurs á leiðinni, viðvörun í lofti. Sennilega verður ekkert flug fyrr en á mánudaginn 9 nóvember.


Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. nóvember 2020

Veðrið í Október 2020.

Heiðskírt var allan þriðjudaginn 15. Séð til Norðurfjarðar.
Heiðskírt var allan þriðjudaginn 15. Séð til Norðurfjarðar.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Suðlæg vindátt var fyrstu tvo daga mánaðarins, með rigningu í fyrstu síðan þurrt. Síðan var norðan þann þriðja með súld. Frá 4 til 7 voru hægar suðlægar eða breytilegar vindáttir, með rigningu 6 og 7. Þá var ákveðin norðanátt 8 og 9 með rigningu. Hægar breytilegar vindáttir voru 10 til 11 með lítilsáttar rigningu. 12 til 17 voru suðlægar vindáttir með lítilsáttar vætu. Þann 18 kólnaði með norðlægri vindátt í tvo daga. Þá var hæg suðlæg vindátt 20 og 21. Frá 22 til 30 var ákveðin austlæg vindátt oft allhvasst eða hvassviðri og rigning með köflum. 31 var suðlæg vindátt með lítilsáttar rigningu.

Úrkomusamara var fyrri hluta mánaðarins en seinni hluta. Ekkert snjóaði á lálendi í mánuðinum.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 81,2 mm. (í október 2019: 45,4 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 0 dag.

Þurrir dagar voru 11.

Mestur hiti mældist þann 14.+11,9 stig

Mest frost mældist þann 20. -0,4 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +5,0 stig. (október 2019: +4,3 stig,)

Meðalhiti við jörð var +2,01 stig. (í október 2019: +1,26 stig.)

Sjóveður. Það má segja að sjóveðrið hafi skipts í tvo hluta, sæmilegt eða slæmt: Gott eða sæmilegt var dagana, það er gráð, sjólítið eða dálítill sjór. 3, 4, 5, 6, 7, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 20, 21, 22, 31. Annars slæmt, talverður sjór, allmikill sjór, mikill sjór.

Alhvít jörð var í 0 dag.

Flekkótt jörð var í 0 dag.

Auð jörð var því í 31 dag.

Mesta snjódýpt mældist þann. Ekkert snjóaði á lálendi.

Yfirlit dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. október 2020

Veðrið í September 2020.

Jörð var flekkótt í 3 daga.
Jörð var flekkótt í 3 daga.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu fjóra daga mánaðarins var norðan kaldi, uppí allhvassan vind, mest með súld og svölu veðri. Þá voru suðlægar vindáttir 5 og 6 og hlýnandi í veðri. 7 og 8 voru norðlægar vindáttir og kólnaði talsvert. Þann 9 var suðaustan með lítilsáttar skúrum. Þá var norðaustan með stinningsgolu og uppí hvassviðri þann 11 með rigningu eða súld, fremur svalt í veðri. Breytilegar vindáttir voru 14 og 15 með úrkomuvotti. Þá var suðvestan frá 16 til 19. Hvassviðri eða stormur var þann 19 með miklum skúrum, stundum skýfall. Þann 20 var tvíátta, fyrst suðlæg vindátt en síðan norðan allhvasst með úrhellisrigning, Úrkoman mældist frá kl. 09.00 til 18:00 eða 9 tíma 26,0 mm. Þann 21 var skammvinn norðaustanátt með slyddu og síðan rigningu. : Þá var þann 22 SA í fyrstu enn síðan NA allhvass með skúrum eða rigningu. 23 og 24 var norðan allhvasst með snjóéljum og slydduéljum. 25 til 27 voru suðlægar vindáttir allhvasst og eða hvassviðri með skúrum eða rigningu þann 26. Hlýnaði í veðri um tíma. 28 og 29 voru norðlægar vindáttir með éljum slyddu eða rigningu. Þann 30 var suðlæg vindátt í fyrstu síðan NA um kvöldið með talsverðri rigningu fram á morgun þann 1 október.

Mánuðurinn var umhleypingasamur og úrkomusamur.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. september 2020

Veðrið í Ágúst 2020.

Úrkomusamt var í mánuðinum.
Úrkomusamt var í mánuðinum.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Norðlægar eða austlægar vindáttir voru fyrstu fimm daga mánaðarins, með talsverðri úrkomu þann 5. Síðan var sunnan þann 6 með úrkomulausu og hlýju veðri. Þá var norðan þann 7 með talsverðri rigningu. Frá 8 til 12 voru suðlægar vindáttir með hlýju veðri og rigningu. Hitinn fór í 17,1 stig þann 10 sem virðist ætla að verði mesti hiti sumarsins. 13 og 14 var suðvestan hvassviðri með hlýju veðri en úrkomu litlu. Frá 15 til 26 voru norðlægar vindáttir með úrkomulitlu veðri og hægviðri. Frá 27 og út mánuðinn voru suðlægar vindáttir með hlýju veðri, mikil rigning var aðfaranótt 31.

Mæligögn:


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 29. ágúst 2020

Myndatökur í Árneshreppi.

Nú heitir Litla-Ávík Kolku Staðir.
Nú heitir Litla-Ávík Kolku Staðir.
1 af 2

Kvikmyndin Svar við bréfi Helgu er byrjuð í tökum í Árneshreppi á Ströndum. Framleiðslufyrirtækið Zik Zak kvikmyndir framleiðir myndina sem verður aðallega tekin upp á bæjunum Litla-Ávík og Stóru -Ávík, ásamt fleiri stöðum. Aðalleikarar myndarinnar eru þau


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 25. ágúst 2020

Stefnubreyting á íbúafundi í Árneshreppi.

Mynd Kristján Þ. Halldórsson.
Mynd Kristján Þ. Halldórsson.

Í liðinni viku var haldinn íbúafundur í Árneshreppi á fallegum degi. Verkefnið Áfram Árneshreppur! hefur verið í gangi þar í nær þrjú ár og er lokasprettur verkefnisins fram undan.

Í upphafi verkefnisins voru sett markmið og aðgerðaáætlun. Mörg þeirra hafa heppnast vel, einkum í ferðaþjónustu, enda hafa aldrei jafnmargir heimsótt Árneshrepp og á nýliðnu sumri.

Á íbúafundinum var reynt að ná yfirsýn yfir markmiðin og hver þeirra væru mikilvægust. Fundarmenn voru sammála um að skortur á þriggja fasa rafmagni væri það sem helst stæði framþróun í sveitarfélaginu fyrir þrifum,


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. ágúst 2020

Leitarseðill fyrir 2020.

Frá Melarétt í fyrra.
Frá Melarétt í fyrra.

Fjallskilaseðill 2020 fyrir Árneshrepp er nú kominn hér inn á vefinn. Hér undir FJALLSKIL.  Sem er hér vinstra megin fyrir neðan fréttir. Allt er þetta með hefðbundnu sniði eins og undanfarin ár. Heimasmalanir


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. ágúst 2020

Veðrið í Júlí 2020.

Talsvert vatnsveður var 16, 17 og 18.
Talsvert vatnsveður var 16, 17 og 18.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu tíu daga mánaðarins voru hægar norðlægar vindáttir og góður þurrkur. 11 og 12 voru breytilegar vindáttir með lítilsáttar úrkomu. Þann 13 gekk í norðanátt, allhvasst 17 og 18, með talsverðri úrkomu 16, 17 og 18. Eftir þessa þrjá sólarhringa mældist úrkoman 92,0 mm. Frá 19 og fram til 22 voru hægar breytilegar vindáttir. Norðan var með súld eða rigningu 23 til 27, svalt í veðri. Frá 28 og fram til 30 voru suðlægar vindáttir með hlýju veðri. Þann 31 var norðan uppí allhvassan vind með rigningu eða súld og svalara veðri.

Mæligögn:


Meira

Atburðir

« 2021 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Barðakot í Norðurfirði-24-07-2004.
  • Það stærsta og besta af viðnum verður tekinn.
  • Lítið eftir.
  • Hurð á geymslu NA,18-11-08.
Vefumsjón